Dansparið Jón Arnar Magnússon og Hrefna Dís Halldórsdóttir eru úr leik í skemmtiþættinum Allir geta dansað.
Þau Jón Arnar og Hrefna Dís dönsuðu enskan vals við lagið Open Arms með Journey í þætti kvöldsins en það dugði ekki til að fleyta þeim áfram í keppninni. Í síðasta þætti voru þau Sölvi Tryggvason og og Ástrós Traustadóttir send heim.
Tvö danspör voru stigahæst í kvöld en bæði Javi og Ebba og Jóhanna Guðrún og Max fengu 26 stig. Þau fyrrnefndu dönsuðu samba við lagið Me gente með J Baldvin og Willy William en þau síðarnefndu tóku quickstep við lagiðThat man með Caro Emerald.
Í þáttunum Allir geta dansað keppa tíu þjóðþekktir Íslendingar í dansi en þeir dansa við tíu fagdansara og stendur eitt par uppi sem sigurvegari.

