Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 15. apríl 2018 21:30 Bjarni lætur ÍBV áfram heyra það. vísir/anton Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. „Ég var rosalega ánægður með mitt lið í fyrri hálfleik. Fyrstu 20 mínúturnar spiluðum við góðan leik. Við vorum oft klaufar í sókninni samt þar sem við töpuðum boltum og það skilaði þeim auðveldum hraðaupphlaupum.” Varnarlega vorum við að gera mistök líka og svona gott lið refsar fyrir svoleiðis. Það var bara þeirra forysta í hálfleik sem skóp þennann sigur þeirra í dag.“ sagði Bjarni en ÍBV leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. „Svo í síðari hálfleik þá missum við bara hausinn. Brotið á Elíasi (Bóassyni) kveikir svolítið í þessum leik. Sturla (Ásgeirsson) missum við nátturlega strax í byrjun leiks eftir að hann skaut í andlitið á markmanninum. Svo þegar við missum Ella í byrjun seinni hálfleiks eftir frekar ljótt brot, þá fór bara allt til fjandans.“ „Leikurinn í dag var ekkert grófur hann leystist bara upp eftir brotið á Elíasi. Það koma tvö ljót brot hjá mínum mönnum og ég sætti mig ekki við þau brot.” „Ég sem þjálfari myndi aldrei sætta mig við það að leikmenn myndu brjóta á leikmönnum viljandi. Enda hefur það aldrei sést hjá mínu liði.“ sagði Bjarni sem vildi ekki meina að dómararnir hafi misst tökin á leiknum, heldur hafi þeir gert vel og verið samkvæmir sjálfum sér. „Dómararnir dæma leikinn en stjórna ekki ákvörðunum leikmanna. Þegar leikmenn leyfa sér svona ljót brot leik eftir leik og slasa leikmenn leik eftir leik þá svara menn fyrir sig. Þá fer allt til fjandans eins og gerðist í dag. Við viljum alls ekki að handbolti sé spilaður svona. En sum lið hafa svona taktík að boxa menn út úr leiknum til að komast langt.“ Bjarni var ósáttur með brotið á Sveini Andra í síðasta leik, brot sem varð til þess að Sveinn gat ekki spilað með ÍR í dag. Bjarni lét stór orð falla um leikmenn ÍBV eftir síðasta leik og hélt sig við þau orð í dag. „Þetta var hrikalega ljótt brot á Sveini Andra, hann er einn af okkar bestu leikmönnum í vörn og sókn og þeir augljóslega tóku hann út úr einvíginu og hann spilaði ekki í dag, svo þetta heppnaðist vel hjá þeim. ÍR er komið í sumarfrí og segist Bjarni ganga sáttur frá þessu tímabili og sé spenntur fyrir því næsta. „Ég er ánægður með veturinn og hvernig við tókum á hlutum sem komu uppá. Það hefði verið gott að hafa Björgvin (Þór Hólmgeirsson) og Aron (Örn Ægisson) allt tímabilið en þeir komu inn undir lokin og hjálpuðu okkur að narta aðeins í þetta. Við bara bætum við og tökum eitt skref í einu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15