Dustin Poirier kláraði Justin Gaethje í bardaga ársins Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2018 03:45 Poirier klárar bardagann í nótt. Vísir/Getty Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins. MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Glendale, Arizona í nótt stóðst allar væntingar. Þeir Dustin Poirier og Justin Gaethje buðu upp á frábæra skemmtun í einum besta bardaga ársins. Fyrirfram var búist við að bardagi Dustin Poirier og Justin Gaethje gæti orðið einn sá allra besti á árinu enda tveir bardagamenn sem eru þekktir fyrir mikil tilþrif í búrinu. Sú var raunin er þeir mættust í Gila River Arena í nótt. Poirier og Gathje skiptust á höggum frá fyrstu mínútu og var Gaethje duglegur að sparka í lappir Poirier. Poirier var fljótt í erfiðleikum með lágspörk Gaethje en tókst að harka af sér. Báðir áttu sín augnablik í bardaganum og var augljóst að hvorugur ætlaði að gefa tommu eftir. Í 4. lotu tókst Poirier að hitta með hnitmiðaðri beinni vinstri sem vankaði Gaethje. Gaethje reyndi að komast undan en Poirier fylgdi högginu eftir með fleiri höggum áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje var ósáttur með störf dómarans og vildi fá að halda áfram en réttilega átti dómarinn að stöðva bardagann. Poirier haltraði úr búrinu eftir öll spörkin í lærin sem hann varð fyrir en eftir bardagann óskaði hann eftir titilbardaga gegn Khabib Nurmagomedov. Bardaginn var einfaldlega frábær og verður án nokkurs vafa meðal fimm bestu bardaga ársins þegar árið verður gert upp – ef ekki sá besti. Bardagakvöldið var mjög skemmtilegt en á vef MMA Frétta má sjá öll úrslit kvöldsins.
MMA Tengdar fréttir Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Fáum við bardaga ársins í kvöld? UFC heimsækir Arizona í kvöld með frábæra bardaga í farteskinu. Tveir af skemmtilegustu bardagamönnum léttvigtarinnar eigast við í kvöld og er óhætt að fullyrða að bardaginn verði afar skemmtilegur. 14. apríl 2018 19:00