„Kalda stríðið er einfaldlega komið aftur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 14. apríl 2018 20:17 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin. Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir árásirnar sem gerðar voru á Sýrland í nótt staðfesta að nýtt kalt stríð sé skollið á. „Þær staðfesta auðvitað að það er brostið á með nýju köldu stríði, það blasir einfaldlega við. Þarna takast Vesturveldin á við Rússland inni í Sýrlandi. Sýrland er orðið að vettvangi staðgengils stríðs á milli þessara tveggja aðila sem að á ensku er kallað „proxy war.” Þannig að kalda stríðið er einfaldlega komið aftur. Eða kannski réttara sagt nýtt kalt stríð sem að tekur við af hinu fyrra sem var auðvitað í veigamiklum atriðum frábrugðið,“ segir Eiríkur.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/AntonBíða eftir valdhöfum í Kreml Eiríkur segir að Sýrland sé orðin vettvangur fyrir átök heimsveldanna. Hann segir einnig að þetta kalda stríð sé ekki orðið nærri því eins viðamikið og það fyrra en að það hafi sömu einkenni. „Það þýðir einfaldlega að heimsveldin eru að takast á um stöðu og völd í alþjóðakerfinu án þess að það brjótist út vopnuð átök beint á milli þeirra. Þá gerist það þannig að það verða önnur ríki sem verða að staðgengli átakanna á milli heimsveldanna eins og var í kalda stríðinu hinu fyrra og kalda stríðið hið síðara hefur þessi sömu einkenni. Það er náttúrulega ekki orðið nándar nærri jafn viðamikið og hið fyrra kalda stríð en eðli þeirra er það sama. Núna stöndum við frammi fyrir því að bíða eftir því hvað valdhafarnir í Kreml munu gera til þess að svara þessari árás. Pútín hefur sagt það að þetta verði ekki látið óátalið. Þarna er hann líka kominn í samkurl með Íran inni í Sýrlandi þannig að víðsjárnar í veröldinni eru orðnar ansi miklar,” segir Eiríkur.„Ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi” Ljóst er að friður muni ekki komast á í Sýrlandi í bráð. „Það er ekki friðvænlegt um að horfa í Sýrlandi, það blasir alveg við. Það virðist vera svar heimsveldanna við átökum séu alltaf meiri átök, ef að einn sprengir þá verður hinn að sprengja líka. Þetta virðist vera einhver nauðhyggja sem að menn eru haldnir og enn sem komið er höfum við ekki sé heimsleiðtogana bjóða upp á aðra lausn heldur en lausn átaka reyndar ekki beint á milli hverra annars heldur í þessum staðgengils svæðum sem verða vettvangur átakanna," segir Eiríkur. Hann bætir við að „þannig að eins og staðan er akkúrat í augnablikinu að þá er ekki friðvænlegt fyrir fólkið þarna fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað eykur þetta bara á flóttamannastrauminn. Þessar árásir í nótt gera ekkert annað en að senda fleira fólk út úr Sýrlandi til Vesturlanda sem hafa síðan tekið sig saman að meina þeim inngöngu þannig að þetta er nú ansi flókið.” Eiríkur segir að fá þjóðríki hafi sýnt viðbrögð við þessum árásum. „Það hafa nú kannski ekki verið mikil viðbrögð en við sjáum hins vegar að það eru bara þrjú ríki sem standa að þessu. Það eru Bandaríkin, Bretland og Frakkland og fjarvera ríkja á borð við Ítalíu, Spánar og Þýskalands er auðvitað áberandi,” segir Eiríkur í lokin.
Mið-Austurlönd Stj.mál Tengdar fréttir Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27 Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36 Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54 Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05 Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fleiri fréttir Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Sjá meira
Segir fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðunni í alþjóðamálum Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tjáði sig um stigvaxandi spennu í alþjóðamálum. 14. apríl 2018 15:27
Pútín fordæmir loftárásirnar harðlega, May segir þær löglegar Forseti Rússlands segir að efnavopnaárásin í Douma hafi verið sett á svið og notuð sem átylla fyrir árásum vestrænna ríkja. 14. apríl 2018 08:36
Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Ekki er hægt að staðfesta fullyrðinga Rússa að svo stöddu. Þeir segja engan hafa fallið í árásunum í nótt. 14. apríl 2018 10:54
Utanríkisráðherra: Skilaboð árásanna í Sýrlandi skýr Guðlaugur Þór segir að loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í nótt skiljanlegar en harmar að diplómatísk lausn hafi ekki fundist áður. 14. apríl 2018 12:05
Öryggisráðið ætlar ekki að fordæma árásirnar Tillaga Rússa var felld á neyðarfundi ráðsins í dag. 14. apríl 2018 18:21