Kristín: Veit að Stebbi er skíthræddur við okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 14. apríl 2018 18:20 Kristín átti frábæran leik í dag. vísir/valli „Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
„Ég var rosalega gíruð og tilbúin í þennan leik. Ég fann það strax í upphitun sem var rosalega þægileg tilfinning af því þetta hafa verið ótrúlega erfiðir leikir,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, sem átti hreint út sagt frábæran leik í dag í öruggum sigri liðsins á Haukum, 26-19. Kristín skoraði 7 mörk úr 12 skotum og átti því stóran þátt í að tryggja sínu liði sæti í úrslita einvíginu í Olís deild kvenna sem verður gegn Fram. „Eftir tapið okkar hér á heimavelli átti ég bara hræðilega daga. Það er erfitt að gíra sig upp í svona slag þegar maður er með hnút í maganum en í dag fann ég bara að þetta yrði minn dagur,“ sagði Kristín en um var að ræða oddaleik í dag þar sem staðan var jöfn, 2-2, í einvíginu. Hún sagði að síðasti leikur liðanna sem fram fór í Schenker höllinni í Hafnarfirði hefði gefið góða vísbendingu um framvindu mála í dag. „Síðustu tíu mínútur í síðasta leik fannst mér þær bara búnar. Hvernig við komumst yfir á síðustu tíu mínútunum þá var ótrúlegt því við vorum ekki einu sinni að standa vörnina og allt í einu vorum við komnar yfir. Ég fékk góða tilfinningu eftir þann leik.“ Hún Kristín er ekki vön að vera markahæst í sínu liði en hún segir að Haukar hefðu lagt áherslu á að stöðva aðra leikmenn en hana og það hefði því opnað pláss sem hún nýtti sér. „Þær voru að mæta vel á Morgan Marie og Díönu í sókninni okkar og þá opnast pláss fyrir mig og þá verð ég að stíga upp.“ Hún kveðst vera spennt fyrir einvíginu gegn Fram en liðin áttust við í hörkuspennandi úrslitaeinvígjum fyrir nokkrum árum og þá þrjú ár í röð. „Ég held þetta verði fimm leikja sería eins og í gamla daga, 2010, ’11 og 12’. Frábært að spila í Fram heimilinu, finnst það alltaf gaman, og frábært að spila gegn Stebba. Þetta bara gæti ekki verið betra,“ sagði Kristín og vísar þar til Stefán Arnarssonar sem þjálfaði hana hjá Val fyrir nokkrum árum. Stefán sagði á dögunum að hann vildi helst mæta Val í úrslitaeinvíginu en Katrín gefur lítið fyrir það. „Ég veit að Stebbi er skíthræddur við okkur,“ sagði Katrín hlæjandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira