Ekkert til fyrirstöðu að leyfa farveitur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. apríl 2018 13:45 Farveitur eins og Lyft og Uber gætu komið til Íslands með frumvarpi sem samgönguráðherra ætlar að smíða. Vísir/AFP Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins." Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Starfshópur um leigubílaakstur telur ekkert því til fyrirstöðu að leyfa starfsemi farveita eins og Uber og Lyft að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samgönguráðherra ætlar að hefja undirbúning á frumvarpi til nýrra laga um leigubíla. Starfshópurinn sem skipaður var í október í fyrra skilaði skýrslu með tillögum sínum í vikunni. Tilefni endurskoðunarinnar var annars vegar frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA á íslenskum leigubifreiðamarkaði og mögulegum hindrunum á aðgengi að honum og hins vegar rökstutt álit ESA gagnvart Noregi þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við aðgangshindranir að norskum leigubifreiðamarkaði. Norsk löggjöf um leigubifreiðar er um margt lík þeirri íslensku. Meðal helstu niðurstaðna starfshópsins er að afnema ætti fjöldatakmarkanir á útgefnum atvinnuleyfum til leigubílaaksturs og að fallið verði frá lögbundinni stöðvarskyldu. Þá verði starfsemi leigubifreiða háð skilyrðum sem eigi að tryggja öryggi og gæði þjónustunnar og tvenns konar leyfi verði til staðar. Annars vegar atvinnuleyfi, sem er leyfi til að aka leigubifreið, og hins vegar rekstrarleyfi, sem er leyfi til að reka eina leigubifreið. Niðurstöður starfshópsins kalla á talsverðar lagabreytingar og með hliðsjón af þeim hefur Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra ákveðið að hefja skuli undirbúning að frumvarpi til nýrra laga sem verði að óbreyttu lögð fram á haustþingi 2019 að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.Þá telur starfshópurinn ekkert því til fyrirstöðu að farveitur á borð við Uber og Lift bjóði þjónustu sína hér á landi. Hins vegar þurfi slíkar farveitur að fullnægja öllum skilyrðum sem leigubifreiðastöðvum yrði gert að fullnægja auk þess sem bílstjórar sem bjóða þjónustu sína hjá farveitum þurfi að uppfylla skilyrði leigubifreiðalöggjafarinnar og hafa gilt rekstrarleyfi að mati starfshópsins."
Tengdar fréttir Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12 Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00 Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45 Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Starfshópur skipaður til að endurskoða regluverk um leigubílaakstur Skoða sérstaklega hvort rétt sé að gera ráð fyrir þjónustu á borð við Uber hér á landi og ef svo er hvaða breytingar séu nauðsynlegar á íslenskri löggjöf til að svo megi verða. 23. október 2017 11:12
Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku. 20. febrúar 2018 19:00
Evrópudómstóllinn skilgreinir Uber sem leigubílaþjónustu Stjórnendur fyrirtækisins segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á starfsemi þess í Evrópu. 20. desember 2017 17:45
Hreyfill býr sig undir breyttar aðstæður og sækir um vörumerkið Suber Taxi Ekki stendur þó til að hefja rekstur farveitu eins og Uber alveg á næstunni. 22. mars 2018 19:49