Rússar fullyrða að meirihluti flugskeytanna hafi verið skotinn niður Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2018 10:54 Franskt flugskeyti hefur sig á loft í nótt. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt. Sýrland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að árásir vestrænna ríkja í nótt muni aðeins herða stjórn hans í að uppræta „hryðjuverk“ í landinu. Bandamenn hans Rússar fullyrða að sýrlenski herinn hafi skotið niður 71 af 103 flugskeytum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Leiðtogar vestrænna ríkja og Atlantshafsbandalagsins (NATO) hafa lýst yfir stuðingi við loftárásir bandalagsríkjanna þriggja á skotmörk sem tengjast efnavopnabúri Sýrlandsstjórnar sem hófust í nótt. Árásirnar eru viðbragð við efnavopnaárás sem vestræn ríki segja að Assad hafi staðið að baki í bænum Douma.Reuters-fréttastofan segir að Assad hafi sagt Hassan Rouhani, forseta Írans, að árásirnar muni aðeins herða stjórn hans í baráttu sinni gegn uppreisnarmönnum. Rouhani hafi á móti heitið honum áframhaldandi stuðningi. Rússar, hernaðarlegir bandamenn Assad í borgarastríðinu, fullyrða að enginn hafi fallið í árásunum í nótt og að sýrlenski stjórnarherinn hafi náð að skjóta niður meirihluta eldflauga ríkjanna þriggja. The Guardian segir að ekki sé hægt að staðfesta þær fullyrðingar að svo komnu máli. Sprengingar heyrðust í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, skömmu eftir ávarp Donalds Trump Bandaríkjaforseta þar sem hann tilkynnti um árásirnar. Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur sagt að árásirnar muni gera mannúðarástandið í Sýrlandi enn verra og sakað ríkin þrjú um ofbeldi. Rússar muni krefjast neyðarfundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hann sakaði Bretar um að setja árásina í Douma á svið til að magna upp andúð á Rússum og gefa þeim átyllu til að ráðast á Sýrland.Myndband AP-fréttastofunnar hér fyrir neðan virðist sýna flugskeyti á lofti yfir Damaskus í nótt.
Sýrland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira