Söngdívur slútta Þjóðhátíð í Eyjum Benedikt Bóas skrifar 14. apríl 2018 09:15 Vísir Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
Stórsöngkonurnar Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld munu stíga á svið með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð. Þær loka þannig stærsta djammkvöldi Íslands með tónum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem ég syng á Þjóðhátíð. Þetta er alltaf jafn gaman enda stærsta djamm Íslands á hverju ári, sunnudagurinn á Þjóðhátíð. Það er ekki til meiri stemning en þar,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir en hún og Salka Sól Eyfeld munu syngja með Albatross á sunnudagskvöldinu á Þjóðhátíð og slá þannig botninn í hátíðina. Jóhanna var nýkomin af dansæfingu en hún hefur verið að dansa sig inn í hjörtu landsmanna með frammistöðu sinni í þættinum Allir geta dansað sem sýndur er á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. „Líf mitt snýst bara um dans þessa dagana á meðan ég er í þættinum. Þetta er ákveðinn draumur að rætast, að dansa. Mig langaði alltaf til að dansa þegar ég var yngri en það var ekki tími því ég var alltaf að syngja og í hestunum. Þarna fæ ég smá útrás fyrir gamlan draum sem rættist aldrei,“ segir hún. Mikill undirbúningur liggur að baki hverjum þætti og var æfing hennar og Max Petrov í gær allmargir klukkutímar enda stutt í næsta þátt. „Það þarf að gera hlutina með reisn. Þetta er í beinni útsendingu og ef eitthvað klikkar þá er maður að gera sig að fífli fyrir framan alþjóð.“ Hún segir að það sé ákveðin viðurkenning að vera beðin um að syngja á sunnudeginum. „Albatross er frábær hljómsveit og við Sverrir Bergmann erum nýbúin að gefa út dúett saman. Það verður gaman að spila með hljómsveitinni þó það sé bara þetta kvöld.“ Hún bendir á að tíðindin hafi verið nánast að koma í hús og því viti hún lítið meira um skipulagið. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun einnig Herra Hnetusmjör ásamt öllu sínu liði mæta sem og Emmsjé Gauti og þeir Frazier og Spegill þeyta skífum á stóra sviðinu.Skemmtiatriðin á Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir að vera karllæg undanfarin ár.Fréttablaðið/samsett
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira