Segir 90 prósent barna á biðlista fá leikskólapláss í haust Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 17:35 Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. vísir/vilhelm Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli. Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Af þeim rúmlega 1.600 börnum sem eru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík munu um 1.450 börn, eða um 90 prósent, komst inn á leikskóla strax í haust þegar elsti árgangurinn á leikskólunum flyst upp í grunnskólann. Þetta segir Skúli Þór Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, en greint var frá því á Vísi í gær að 1.629 börn væru á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Það var Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem lagði fram fyrirspurn um hversu mörg börn væru á biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík. Svarið fékkst á miðvikudag og var greint frá því á Vísi í gærkvöldi. Skúli Þór Helgason segir 1.310 börn sem núna eru á leikskólunum hætta í ágúst og fara í grunnskóla. „Þá komast inn á leikskólana af biðlistanum 1155 börn sem fædd eru á árunum 2013-2016. Til viðbótar öll börn fædd í janúar og febrúar 2017,“ segir Skúli.Bæta við leikskólarýmum Hann segir Reykjavíkurborg í þeirri vinnu að bæta við leikskólarýmum með viðbótarhúsnæði við nokkra starfandi leikskóla í borginni og verða þá til allt að sex nýjar leikskóladeildir við þá leikskóla þar sem eftirspurnin er mest en þar verða rými fyrir um 125 börn.Skúli Þór Helgason.„Til viðbótar þá eru líkur á að það bætist við rúmlega 90 ný rými í sjálfstætt starfandi leikskólum borgarinnar. Það mun örugglega hafa áhrif til fækkunar barna hjá borginni því sagan segir okkur að mörg börn eru tvítalin á biðlistum, bæði á borgarreknum og sjálfstætt starfandi leikskólum. Það má því reikna með að flest börn fædd í mars og apríl 2017 komist líka inn á leikskóla borgarinnar í haust og það verði þá einungis eftir af þessum fjölda sem nú er á biðlistanum um 150-160 börn sem ekki verða komin með leikskólarými. Það er betri staða en verið hefur. Það er líka rétt að hafa í huga að af þeim börnum sem eru á biðlista í dag eru tæplega 400 börn sem eru með barnið sitt á leikskóla í borginni en hafa óskað eftir flutningi á annan leikskóla. Þau eru því að fá leikskólaþjónustu í dag,“ segir Skúli.Grípa til aðgerða Hann segir Reykjavíkurborg hafa gripið til fjölmargra aðgerða til að laða fólk á leikskólanna. „Þær hafa skilað þeim árangri að tekist hefur að ráða bót á manneklunni sem var til staðar í haust. Við erum líka vel undirbúin að mæta þeirri starfsmannaveltu sem alltaf verður á leikskólunum og munum bæta við úrræðum eins og miðlægri afleysingaþjónustu sem mun sérstaklega einbeita sér að því að greiða götu leikskólanna,“ segir Skúli.Vilja minnka álag Hann segir skóla- og frístundasvið hafa nú þegar samþykkt fjórtán tillögur til að bæta starfsumhverfið á leikskólunum sem hafa það markmið að minnka álag á starfsfólk og börn og gera vinnuumhverfið meira aðlaðandi. „Þannig að það er margt gott að gerast í leikskólaumhverfinu og verður enn betra. 96% ánægja foreldra með leikskóla barna sinna – það er einkunn á heimsmælikvarða,“ segir Skúli.
Tengdar fréttir Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Segir 1.629 börn á virkum biðlista eftir leikskólaplássi í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir stöðuna grafalvarlega. 12. apríl 2018 22:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent