Aron Már Brynjarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking en Víkingurinn greindi frá þessu á heimasíðu sinni fyrr í dag.
Aron Már, sem hefur alla sína tíð leikið í Svíþjóð, er hægri bakvörður en hann er fæddur árið 1998. Í Svíþjóð lék hann með yngri liðum Malmö.
Aron hefur verið viðloðandi U21 ára landslið Íslands undanfarna mánuði en hann hefur spilað þrjá leiki fyrir U21 og þrjá leiki fyrir U17.
„Víkingur lítur á Aron sem góðan styrk fyrir sumarið og bindur vonir við að hann muni eiga bjarta framtíð hjá félaginu,” segir á heimasíðu Víkings.
Víkingi hefur gengið skelfilega á undirbúningstímabilinu og tapað flest öllum leikjum sínum. Liðið endaði á botni síns riðils í Lengjubikarnum en Logi Ólafsson og Arnar Gunnlaugsson stýra Víkingum.
Spilaði með yngri liðum Malmö en er nú mættur í Víking
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti

Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn