Skammur fyrirvari lítið áhyggjuefni fyrir Diego 13. apríl 2018 23:30 Sigurjón og Birgir Örn. Snorri Björns. Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér. MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira
Þrír Íslendingar keppa í MMA annað kvöld í London. Strákarnir fengu allir mislangan undirbúning fyrir bardaga sína en eru tilbúnir í slaginn eftir að hafa náð tilsettri þyngd fyrr í dag. Þeir Diego Björn Valencia, Birgir Örn Tómasson og Sigurjón Rúnar Vikarsson berjast allir á Fightstar 14 bardagakvöldinu á morgun. Eftir að Bjarki Ómarsson þurfti að draga sig úr sínum bardaga vegna meiðsla benti ekki til annars en að tveir Íslendingar myndu berjast á kvöldinu. Það breyttist hins vegar á þriðjudaginn þegar Diego Björn fékk óvænt bardaga. Hinum pólska Dawid Panfil vantaði þá andstæðing eftir að andstæðingur hans meiddist og stökk Diego inn með aðeins nokkurra daga fyrirvara. Diego var hvergi banginn þegar bardaginn kom til hans og sagði umsvifalaust já. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diego tekur bardaga með svo skömmum fyrirvara en hann hefur margoft sýnt að hann er tilbúinn að berjast hvenær sem er. Þegar bardaginn var staðfestur fyrr í vikunni hófst kapphlaup við tímann fyrir Diego til að vera eins vel tilbúinn og mögulegt er á svo skömmum tíma. Þetta verður fimmti atvinnubardagi Diego en hann er með tvo sigra og tvö töp sem atvinnumaður. Diego var svo í tilsettri þyngd í vigtuninni í morgun sem og þeir Birgir og Sigurjón. Birgir Örn Tómasson hefur unnið báða atvinnubardaga sína með rothöggi og stefnir að klára þann þriðja einnig með rothöggi. Birgir mætir Stelios Theo á morgun en Theo er fyrrum léttvigtarmeistari áhugamanna hjá Fightstar bardagasamtökunum. Sigurjón Rúnar Vikarsson vann sinn fyrsta áhugamannabardaga síðasta haust og verður þetta hans annar áhugamannabardagi. Sigurjón mætir Christian Knight en þetta verður fyrsti MMA bardagi hins síðarnefnda. Mjölnismennirnir þrír munu slaka vel á í kvöld fyrir átök morgundagsins en hægt er að kaupa streymi á bardagana á vef MMA TV hér.
MMA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Sjá meira