Fjórar handtökur í tengslum við umfangsmikla kannabisræktun í Þykkvabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. apríl 2018 13:21 Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð. Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þrír Pólverjar og einn Íslendingur voru handteknir á miðvikudaginn grunaðir um umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Þykkvabæ á Suðurlandi. RÚV greindi fyrst frá. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ræktun hafi staðið yfir í einhverja mánuði, bæði í viðkomandi húsnæði en auk þess hafi plöntur verið geymdar í gámum.Plönturnar voru í miklum blóma.LögreglanSjö milljónir í upprúlluðum seðlum Í húsnæðinu fundust 322 kannabisplöntur í blóma, um sextán kíló af kannabislaufum en athygli vakti að hluti þeirra var frosin. Karl Steinar segir lögreglu því velta því fyrir sér hvort ræktendurnir hafi stefnt að útflutningi. Ekki sé vanalegt að hluti ræktunar sé frosinn. Þá fundust sjö milljónir í reiðufé, seðlar í búntum eins og sjá má á myndinni hér að neðan. „Reiðuféð var falið hér og þar í fatnaði, mjög sérstakt,“ segir Karl Steinar sem er nýtekinn við stöðu yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á nýjan leik eftir veru hjá Europol. Mönnunum fjórum sem voru handteknir í fyrradag hefur öllum verið sleppt. Óljóst er hvað gert verði í framhaldinu, þ.e. hvort farið verði fram á farbann eða ekki. Lagt var hald á um sjö milljónir króna í reiðufé.LögreglanUm 1500 plöntur á rúmum mánuði Að aðgerðunum komu lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og embætti ríkislögreglustjóra, en rannsókn málsins er jafnframt unnin í samvinnu við tollyfirvöld, pólsku lögregluna, m.a. Asset Recovery Office í Varsjá, og Europol að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karl Steinar segir samstarf þeirra stöðugt styrkjast. Einn maður var handtekinn á vettvangi en hinir þrír annars staðar á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Áður hafði lögreglan lagt hald á 1,5 kg af kannabisefnum og nokkuð af e-töflum og kókaíni við húsleit í skrifstofurými í Hafnarfirði í tengdu máli. Þar var einn handtekinn. Karl Steinar segir að til viðbótar við plönturnar 322 hafi lögreglan lagt hald á um 1200 plöntur undanfarinn rúman mánuð.
Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira