Óþolandi að þurfa að búast við „holskeflu af ofbeldishótunum“ í starfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 13:30 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. Vísir Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan. Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir tilfellum ofbeldishótana í garð lögreglumanna að fjölga. Auk þess liggi vilji til alvarlegri brota oft að baki hótununum, sem beinist í einhverjum tilvika gegn fjölskyldum lögreglumanna. Þá gagnrýna lögreglumenn eftirfylgni málanna í kerfinu.Hótanir beinast gegn börnum og maka Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, ræddi áðurnefnd ofbeldismál í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði aukningu í ofbeldi gagnvart lögreglumönnum greinilega og þá væru hótanir gagnvart fjölskyldum lögreglumanna sérstakt áhyggjuefni „Við erum að sjá aukningu á þessu, hótunum og eins beinu ofbeldi gagnvart lögreglumönnum þar sem þeir eru að sinna skyldustörfum sínum. Þessi staðreynd er óþolandi. Það er óþolandi að mega búast við því í starfi sínu að fá yfir sig holskeflu af ofbeldishótunum, sem beinast ekki eingöngu bara að mér sem persónu eða mér sem fulltrúavaldhafa hér í landinu, heldur einnig gegn fjölskyldu minni, börnum og maka,“ sagði Snorri. „Það hefur ítrekað sýnt sig að á bak við þessar hótanir er vilji til alvarlegri brota,“ bætti Snorri við. Hann sagði ofbeldið einnig koma fram í skemmdum á eigum lögreglumanna, bílum og slíku, og þá séu dæmi um það að „góðkunningjar lögreglunnar“ komi heim til lögreglumanna. „Og þar er fjölskyldan,“ sagði Snorri.Lögreglumenn eru óánægðir með eftirfylgni í ofbeldismálum en hótanir beinast oft að fjölskyldumeðlimum.Vísir/EyþórReyna að bregðast við ef tilefni þykir til Um slík mál, þar sem hótanir berast fjölskyldumeðlimum lögreglumanna, sagði Snorri að boðið væri upp á ákveðna vernd – eftir atvikum þó. „Það fer eftir eðli máls og fer eftir því hver hefur í frammi hótanirnar. Ef þetta er einhver góðkunningi lögreglunnar, þekktur ofbeldismaður, þá er reynt að bregðast við því með einhverjum hætti, auknum eftirlitsferðum í hverfið sem lögreglumaðurinn býr í.“ Vímuefni magna hættuna Aðspurður sagði Snorri ofbeldismálin oft tengd vímuefnum og við slíkar aðstæður geti skapast mikil hætta. „Þetta fylgir augljóslega oftast einhverju slíku, einhverjum vímuefnagjöfum, áfengi eða slíku þar sem menn geta verið hættulegir. Það eru dæmi sem sýna fram á það að menn hafa verið mjög hættulegir, t.d. árásin margfræga á lögreglumennina í fíkniefnadeild á Laugaveginum forðum um daga.“ Þurfa sjálfir að ýta á eftir málum Að sögn Snorra sætta lögreglumenn sig ekki við ástandið eins og það er nú og þá gagnrýna þeir eftirfylgni ofbeldismálanna í kerfinu. „Þar þurfa menn í raun að ýta á eftir málunum sjálfir, í stað þess að vinnuveitandinn, viðkomandi embætti hreinlega taki málið og keyri það áfram,“ sagði Snorri sem sagði hótanir í garð lögreglumanna ná út fyrir hið persónulega. „Það er ekki verið að hóta persónunum, það er verið að hóta því valdi sem persónurnar standa fyrir, þ.e.a.s. valdstjórninni.“Hlusta má á viðtalið við Snorra í heild í spilaranum hér að neðan.
Lögreglumál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira