Eldglæringar milli Guðlaugs Þórs og Viðreisnarfólks Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2018 10:07 Það var fjör á þinginu á nótt og athyglisvert að heyra hvernig taktar gamalreyndra stjórnmálamanna komu Guðmundi Andra fyrir sjónir, en eldglæringar voru milli þeirra Guðlaugs Þórs og Þorgerðar. Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“ Alþingi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Nokkur átök voru á þinginu í nótt í umræðu um fjármálaáætlun og sló í brýnu, einkum milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra og svo þingmanna Viðreisnar. Guðmundur Andri Thorsson, alþingismaður og rithöfundur, sem nú situr sitt fyrsta þing, sá Guðlaug Þór Þórðarson reyndar fyrir sér sem rappara í ræðupúlti þingsins í nótt – slíkir voru taktarnir. Guðmundur Andri kann að koma orðum að því en umræðurnar stóðu til hálftvö í nótt. „Í minn hlut komu menntamálaráðherra, umhverfisráðherra, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, sem reyndar var Bjarni Benediktsson í fjarveru Sigríðar Á. Andersen.Þetta gekk allt nokkuð vel, nema kannski þegar í stað utanríkisráðherra birtist einhvers konar rappari – MC Gulli – sem tók sennu við hvern þann þingmann sem féll ekki á kné og sór honum trúnaðareiða. Eldglæringar þegar hann átti orðastað við Viðreisnarfólk og ég lenti þarna á milli eins og ég hefði villst inn í eitthvert ógurlegt Valhallardrama.“Guðmundur Andri segir að annars hafi þetta verið prýðilegar umræður og ráðherrar vel með á nótunum, nema eðlilega Bjarni í hlutverki Sigríðar. En, hvernig mátti þetta vera að utanríkisráðherra fór skyndilega að minna þingmanninn á rappara? „Hann var rosalegur. Byrjaði í innleggi sínu að lesa eins hratt og hann gat – sem var mjög hratt en óneitanlega rapparalegt. Var svo mjög agressífur í andsvörum, nema við Ólaf Ísleifsson sem var beinlínis lotningarfullur.“ Guðmundur Andri segir að á undan sér í púltið hafi farið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Þar fór allt upp í loft milli þeirra Gulla – út af Evrópumálum, nema hvað – og svo var það Þorsteinn Víglundsson sem fékk að kenna á MC Gulla eftir að hann hafði jarðað mig og stappað á líkinu,“ segir Guðmundur Andri í samtali við Vísi. „Þetta var mjög kostulegt. En maður hefur á tilfinningunni að þetta sé allt leikur meira og minna.“Já, óneitanlega fær maður það oft á tilfinninguna að umræða á þingi sé á leikskólastigi? „Já, fólk skemmtir sér við þetta. Hefur stundað þennan leik síðan það var 16 ára.“
Alþingi Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira