Viðskipti innlent

Tollar á pítsur falla niður

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Innfluttar pizzur gætu lækkað í verði eftir næstu mánaðamóti, sama hvort þær eru með ananas eða ekki.
Innfluttar pizzur gætu lækkað í verði eftir næstu mánaðamóti, sama hvort þær eru með ananas eða ekki. Vísir/Getty
Tollar á ýmsum matvörum frá ríkjum Evrópusambandsins lækka 1. maí næstkomandi, þegar tollasamningur Íslands og ESB sem gerður var haustið 2015, tekur gildi. Tollar á hina ýmsu vöruflokka falla niður, svo sem á pítsur, fyllt pasta, ýmsar súkkulaðivörur og kex.

Oftast er um magntolla að ræða, fasta krónutölu sem leggst ofan á hvert kíló viðkomandi vöru.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að verð á viðkomandi vörum ætti að lækka eftir tollabreytinguna, lækkunin verði þó í einhverjum tilvikum ekki mikil. Hann bendir á að það taki tíma fyrir verðlækkanir að koma fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×