Húmorinn hafður að vopni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 06:00 Verkið fjallar um leikkonu sem er skikkuð í meðferð. Grímur Bjarnason „Emma er eiturklár og meinfyndin og velgir meðferðarfulltrúum sínum undir uggum.“ Þannig er aðalpersónu leikritsins Fólk, staðir, hlutir lýst. En fyrsta spurning til leikstjórans, Gísla Arnar Garðarssonar, er: Hvað merkir titillinn? „Þegar fólk fer í meðferð vegna fíknar er því kennt að það á að forðast ákveðið fólk, ákveðna staði og ákveðna hluti til að ná að halda sér á beinu brautinni. Í það er vísað með þessum titli. Þetta er mantra margra sem hafa farið í meðferðir og sumir eru með orðin people, places, things tattóveruð á sig. Skemmtilega tvistið er að í leitarglugganum á Fésbókinni standa þessi sömu orð, þá í jákvæðum skilningi.“ Verkið fjallar sem sagt um leikkonu sem er skikkuð í meðferð, eftir hneykslanlegt atvik á sviðinu. Hún þarf að fá vottorð um að hún sé hæf til að mæta aftur í vinnu og hún situr af sér allt meðferðarferlið án þess að vera sannfærð um að hún sé fíkill. „Við fylgjum henni á þessu ferðalagi,“ lýsir Gísli Örn og segir aðstæður í leikritinu grátbroslegar. „Höfundurinn, breska leikskáldið og leikstjórinn Duncan Macmillan, hefur húmorinn að vopni, þannig náum við tengslum við persónurnar, þær eru svo mannlegar. Sem þjóð erum við alltof mörg að díla við fíkn og það er víst auðveldara að redda sér dópi en panta pitsu þannig að þetta er alvöru samfélagsmál – bara alvöru – en fjölskyldur eiga erfitt með að ræða það og svo standa allir berskjaldaðir.“„Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja,“ segir Gísli Örn. Fréttablaðið/Anton BrinkGísli Örn frumsýndi Fólk, staðir hlutir í þjóðleikhúsinu í Noregi fyrir tveimur mánuðum. „Sýningin er unnin þannig að helmingur listræna teymisins er norskur og helmingurinn íslenskur, svo eru norskir leikarar í Noregi og íslenskir hérna. Það kom fólki á óvart í Noregi að sýningin er hástökkvari í vinsældum, hún tikkar í öll boxin, það er stuð og það er dramatík. Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja og það kannast allir við þetta efni, hvort sem þeir eru fíklar eða ekki.“ Leikendur hér eru Nína Dögg, Jóhann Sigurðarson, Björn Thors, Sigrún Edda, Edda Björg, Maríanna Clara og Hannes Óli. Sviðið er hvítt og eins og pilla eða pilluhylki í laginu og áhorfendur sitja sitt hvorum megin við það. „Það er eins svið úti í Noregi,“ segir Gísli Örn. „Sú sem leikur aðalhlutverkið þar heitir Íne, hér heitir hún Nína og þær voru aðeins utan í hvor annarri í ferlinu úti, Það var líka markmiðið að búa til samstarf milli landanna þannig að smit yrði á milli sem hefði áhrif á heildarútkomuna. Hrikalega gott og gefandi fyrirkomulag.“ Garðar Gíslason, faðir Gísla Arnar, þýddi verkið á íslensku. „Pabbi hefur skrifað margar kennslubækur, hann er kennari á meðferðarheimilinu í Krýsuvík, þannig að hann þekkir þennan heim og það tungutak sem þar tíðkast og það uppfærist mjög hratt. Það var því bónus að fá þýðingu frá einhverjum sem væri inni í því slangri akkúrat í dag, þannig verður talsmátinn hversdagslegur, áreynslulaus og flæðandi. Leikhópurinn kemur líka sterkur inn og við vinnum þetta öll saman. Við höfum verið með áhorfendur á forsýningum og það er hrikalega góð stemning, sýningin fer greinilega beint inn í hjartað á fólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
„Emma er eiturklár og meinfyndin og velgir meðferðarfulltrúum sínum undir uggum.“ Þannig er aðalpersónu leikritsins Fólk, staðir, hlutir lýst. En fyrsta spurning til leikstjórans, Gísla Arnar Garðarssonar, er: Hvað merkir titillinn? „Þegar fólk fer í meðferð vegna fíknar er því kennt að það á að forðast ákveðið fólk, ákveðna staði og ákveðna hluti til að ná að halda sér á beinu brautinni. Í það er vísað með þessum titli. Þetta er mantra margra sem hafa farið í meðferðir og sumir eru með orðin people, places, things tattóveruð á sig. Skemmtilega tvistið er að í leitarglugganum á Fésbókinni standa þessi sömu orð, þá í jákvæðum skilningi.“ Verkið fjallar sem sagt um leikkonu sem er skikkuð í meðferð, eftir hneykslanlegt atvik á sviðinu. Hún þarf að fá vottorð um að hún sé hæf til að mæta aftur í vinnu og hún situr af sér allt meðferðarferlið án þess að vera sannfærð um að hún sé fíkill. „Við fylgjum henni á þessu ferðalagi,“ lýsir Gísli Örn og segir aðstæður í leikritinu grátbroslegar. „Höfundurinn, breska leikskáldið og leikstjórinn Duncan Macmillan, hefur húmorinn að vopni, þannig náum við tengslum við persónurnar, þær eru svo mannlegar. Sem þjóð erum við alltof mörg að díla við fíkn og það er víst auðveldara að redda sér dópi en panta pitsu þannig að þetta er alvöru samfélagsmál – bara alvöru – en fjölskyldur eiga erfitt með að ræða það og svo standa allir berskjaldaðir.“„Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja,“ segir Gísli Örn. Fréttablaðið/Anton BrinkGísli Örn frumsýndi Fólk, staðir hlutir í þjóðleikhúsinu í Noregi fyrir tveimur mánuðum. „Sýningin er unnin þannig að helmingur listræna teymisins er norskur og helmingurinn íslenskur, svo eru norskir leikarar í Noregi og íslenskir hérna. Það kom fólki á óvart í Noregi að sýningin er hástökkvari í vinsældum, hún tikkar í öll boxin, það er stuð og það er dramatík. Mér er mikið í mun að gera sýningar sem hafa eitthvað að segja og það kannast allir við þetta efni, hvort sem þeir eru fíklar eða ekki.“ Leikendur hér eru Nína Dögg, Jóhann Sigurðarson, Björn Thors, Sigrún Edda, Edda Björg, Maríanna Clara og Hannes Óli. Sviðið er hvítt og eins og pilla eða pilluhylki í laginu og áhorfendur sitja sitt hvorum megin við það. „Það er eins svið úti í Noregi,“ segir Gísli Örn. „Sú sem leikur aðalhlutverkið þar heitir Íne, hér heitir hún Nína og þær voru aðeins utan í hvor annarri í ferlinu úti, Það var líka markmiðið að búa til samstarf milli landanna þannig að smit yrði á milli sem hefði áhrif á heildarútkomuna. Hrikalega gott og gefandi fyrirkomulag.“ Garðar Gíslason, faðir Gísla Arnar, þýddi verkið á íslensku. „Pabbi hefur skrifað margar kennslubækur, hann er kennari á meðferðarheimilinu í Krýsuvík, þannig að hann þekkir þennan heim og það tungutak sem þar tíðkast og það uppfærist mjög hratt. Það var því bónus að fá þýðingu frá einhverjum sem væri inni í því slangri akkúrat í dag, þannig verður talsmátinn hversdagslegur, áreynslulaus og flæðandi. Leikhópurinn kemur líka sterkur inn og við vinnum þetta öll saman. Við höfum verið með áhorfendur á forsýningum og það er hrikalega góð stemning, sýningin fer greinilega beint inn í hjartað á fólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira