Ekki bara spilað heldur dansað líka Jónas Sen skrifar 13. apríl 2018 12:00 Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. „Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir. Veraldleg barokktónlist (þegar Bach og Händel voru á lífi) skiptist oftast í stutta kafla sem bera nöfn mismunandi danstegunda. Þetta eru chaconne, menúett, badinage, sarabanda, allemande o.s.frv. Maður heyrir slíka tónlist á tónleikum með reglulegu millibili, en þá er hún slitin úr samhengi. Það er ekki dansað við hana. Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. Það var dásamleg tilbreyting að meðtaka svona músík eins og hún var upphaflega hugsuð. Þau Unnur og Ásgeir voru í fallegum fötum barokktímans, og dansinn sem þau stigu var einkar þokkafullur. Hann einkenndist af mjúkum, fáguðum hreyfingum og fumlausu fasi. Fyrir aftan var hljómsveitin, Barokkbandið Brák, einnig klædd í búninga tímabilsins. Hljóðfærin tilheyrðu, þarna var t.d. ekki leikið á þverflautu úr málmi, heldur var hún úr tré eins og tíðkaðist á barokktímanum. Hljómurinn úr henni er nokkuð öðruvísi, hann er þýðari og ávalari. Strengjahljómurinn var líka mildari en maður á að venjast. Heildarútkoman var ákaflega fögur, í senn lifandi og fínleg, nostursamlega ofin. Hún rímaði fullkomlega við virðulegan dansinn. Það var þó ekki allt virðulegt. Á meðan hljómsveitin spilaði chaconne eftir Leclair, köstuðu dansararnir af sér ytri klæðum, settust við borð og duttu í það. Þau drukku hvert glasið á fætur öðru, hlógu, prumpuðu reglulega (eftir því sem best var séð) og frúin fyllti jafnan á aftur. Allt var endurtekið á nákvæmlega sama hátt. Fólk kunni að leika sér á barokktímanum, þó flest hafi verið óskaplega formfast, og í þessu skemmtilega dansatriði var þess minnst á eftirminnilegan hátt. Atriðið var eftir Unni Elísabetu, sem og lokaatriðið, þar sem dansararnir tóku sér tambúrínur í hönd (litlar handtrommur með bjöllum) og slógu þær af krafti. Það var einstaklega glæsilegt, í anda barokkdansanna vissulega, en um leið fullt af nútímalegri, nánast groddalegri kímni. Tilfinningin var eins og verið væri að gefa öllu ritúalinu í gamla daga langt nef, en þó á góðlátlegan hátt. Hvert einasta atriði á tónleikunum var magnað. Barokkdansarnir voru dásamlegir, en Ingibjörg Björnsdóttir, ballettkennari og barokkdansþjálfi, kenndi þar þeim Unni og Ásgeiri þá. Nútímadansinn var líka flottur og hljóðfæraleikurinn í fremstu röð. Það mætti vera oftar eitthvað í þessum dúr á barokktónleikum á Íslandi.Niðurstaða: Fagur dans og fögur tónlist gerði tónleikana að mikilli skemmtun. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
„Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir. Veraldleg barokktónlist (þegar Bach og Händel voru á lífi) skiptist oftast í stutta kafla sem bera nöfn mismunandi danstegunda. Þetta eru chaconne, menúett, badinage, sarabanda, allemande o.s.frv. Maður heyrir slíka tónlist á tónleikum með reglulegu millibili, en þá er hún slitin úr samhengi. Það er ekki dansað við hana. Í Norðurljósum á sunnudaginn var þó dansað við tónlist frá barokktímanum. Dansararnir voru þau Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon. Tónlistin var eftir frönsk barokktónskáld í uppáhaldi hjá aðalsfólki og hirð Loðvíks 14. og 15. Það var dásamleg tilbreyting að meðtaka svona músík eins og hún var upphaflega hugsuð. Þau Unnur og Ásgeir voru í fallegum fötum barokktímans, og dansinn sem þau stigu var einkar þokkafullur. Hann einkenndist af mjúkum, fáguðum hreyfingum og fumlausu fasi. Fyrir aftan var hljómsveitin, Barokkbandið Brák, einnig klædd í búninga tímabilsins. Hljóðfærin tilheyrðu, þarna var t.d. ekki leikið á þverflautu úr málmi, heldur var hún úr tré eins og tíðkaðist á barokktímanum. Hljómurinn úr henni er nokkuð öðruvísi, hann er þýðari og ávalari. Strengjahljómurinn var líka mildari en maður á að venjast. Heildarútkoman var ákaflega fögur, í senn lifandi og fínleg, nostursamlega ofin. Hún rímaði fullkomlega við virðulegan dansinn. Það var þó ekki allt virðulegt. Á meðan hljómsveitin spilaði chaconne eftir Leclair, köstuðu dansararnir af sér ytri klæðum, settust við borð og duttu í það. Þau drukku hvert glasið á fætur öðru, hlógu, prumpuðu reglulega (eftir því sem best var séð) og frúin fyllti jafnan á aftur. Allt var endurtekið á nákvæmlega sama hátt. Fólk kunni að leika sér á barokktímanum, þó flest hafi verið óskaplega formfast, og í þessu skemmtilega dansatriði var þess minnst á eftirminnilegan hátt. Atriðið var eftir Unni Elísabetu, sem og lokaatriðið, þar sem dansararnir tóku sér tambúrínur í hönd (litlar handtrommur með bjöllum) og slógu þær af krafti. Það var einstaklega glæsilegt, í anda barokkdansanna vissulega, en um leið fullt af nútímalegri, nánast groddalegri kímni. Tilfinningin var eins og verið væri að gefa öllu ritúalinu í gamla daga langt nef, en þó á góðlátlegan hátt. Hvert einasta atriði á tónleikunum var magnað. Barokkdansarnir voru dásamlegir, en Ingibjörg Björnsdóttir, ballettkennari og barokkdansþjálfi, kenndi þar þeim Unni og Ásgeiri þá. Nútímadansinn var líka flottur og hljóðfæraleikurinn í fremstu röð. Það mætti vera oftar eitthvað í þessum dúr á barokktónleikum á Íslandi.Niðurstaða: Fagur dans og fögur tónlist gerði tónleikana að mikilli skemmtun.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira