Aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar hættir Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. apríl 2018 00:02 Sara Danius á blaðamannafundi í Stokkhólmi dag. Vísir/AFP Sara Danius, aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar, hætti störfum fyrir nefndina í dag. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Nóbelnefndin, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Danius tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í dag og sagði málið hafa haft alvarleg áhrif á störf nefndarinnar. Hún sagði einnig að nefndin hefði óskað eftir því að hún hætti sem aðalritari og að afsögnin tæki þegar gildi. Átján konur stigu fram undir merkjum #MeToo-byltingarinnar í nóvember síðstliðnum og sökuðu Jean-Claude Arnault, áhrifamann í sænsku bókmenntalífi, um kynferðislega áreitni. Arnault er eiginmaður ljóðskáldsins Katarinu Frostenson, sem valin var inn í Nóbelsnefndina árið 1992. Arnault þvertekur fyrir ásakanirnar en þær má rekja allt til ársins 1997. Ófremdarástand hefur ríkt innan raða sænsku Nóbelsnefndarinnar síðan konurnar stigu fram. Þrír meðlimir, Klas Ostergren, Kjell Espmark og Peter Englund, hættu störfum fyrir nefndina undir lok síðustu viku í mótmælaskyni eftir að nefndin kaus gegn því að reka Frostenson, eiginkonu Arnaults. Meðlimir sænsku Nóbelsnefndarinnar eru skipaðir ævilangt og því er ekki hægt að skipta meðlimum út ef þeir kjósa að hætta eða eru reknir. Tengdar fréttir Bob Dylan vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Nóbelsnefndina Illa gengur hjá sænsku Nóbelsakademíunni að ná sambandi við nýbakaða Nóbelsverðlaunahafann Bob Dylan. 13. október 2016 15:41 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Sara Danius, aðalritari sænsku Nóbelsnefndarinnar, hætti störfum fyrir nefndina í dag. Ástæðu afsagnarinnar má rekja til þess að eiginmaður eins meðlims nefndarinnar var sakaður um kynferðislega áreitni. Nóbelnefndin, sem veitir Nóbelsverðlaun í bókmenntum ár hvert, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu, að því er fram kemur í frétt BBC. Danius tilkynnti um afsögn sína á blaðamannafundi í dag og sagði málið hafa haft alvarleg áhrif á störf nefndarinnar. Hún sagði einnig að nefndin hefði óskað eftir því að hún hætti sem aðalritari og að afsögnin tæki þegar gildi. Átján konur stigu fram undir merkjum #MeToo-byltingarinnar í nóvember síðstliðnum og sökuðu Jean-Claude Arnault, áhrifamann í sænsku bókmenntalífi, um kynferðislega áreitni. Arnault er eiginmaður ljóðskáldsins Katarinu Frostenson, sem valin var inn í Nóbelsnefndina árið 1992. Arnault þvertekur fyrir ásakanirnar en þær má rekja allt til ársins 1997. Ófremdarástand hefur ríkt innan raða sænsku Nóbelsnefndarinnar síðan konurnar stigu fram. Þrír meðlimir, Klas Ostergren, Kjell Espmark og Peter Englund, hættu störfum fyrir nefndina undir lok síðustu viku í mótmælaskyni eftir að nefndin kaus gegn því að reka Frostenson, eiginkonu Arnaults. Meðlimir sænsku Nóbelsnefndarinnar eru skipaðir ævilangt og því er ekki hægt að skipta meðlimum út ef þeir kjósa að hætta eða eru reknir.
Tengdar fréttir Bob Dylan vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Nóbelsnefndina Illa gengur hjá sænsku Nóbelsakademíunni að ná sambandi við nýbakaða Nóbelsverðlaunahafann Bob Dylan. 13. október 2016 15:41 4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bob Dylan vinsamlegast beðinn um að hafa samband við Nóbelsnefndina Illa gengur hjá sænsku Nóbelsakademíunni að ná sambandi við nýbakaða Nóbelsverðlaunahafann Bob Dylan. 13. október 2016 15:41
4.446 konur innan sænska dómskerfisins lýsa áreitni og kynferðisbrotum gegn sér Konurnar lýsa hinni karllægu menningu innan geirans í grein í Svenska dagbladet í morgun. 15. nóvember 2017 10:31