Fær bætur vegna raddleysis eftir íþróttakennslu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. apríl 2018 15:52 Héraðsdómur Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/pjetur Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu. Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Akureyrarbær þarf að greiða konu sem starfaði sem íþróttakennari við Lundarskóla skaðabætur eftir að raddbönd hennar sködduðust er hún var við kennslu í íþróttahúsi KA árið 2011. Starfsaðstæður voru að mati héraðsdóms ófullnægjandi. Skaðabótaskylda bæjarins gagnvart konunni var viðurkennd auk þess sem að bærinn þarf greiða henni 2,1 milljón í málskostnað vegna málsins. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 3. apríl síðastliðinn en hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Málsatvik voru þannig að konan, sem starfað hafði sem íþróttakennari í 20 ár, var að störfum við kennslu í íþróttahúsinu þann 5. október 2011. Nokkrum dögum áður hafði verið skipt um gólf í íþróttahúsinu en í skýrslu konunnar fyrir dómi kom fram að í húsinu hafi verið „megn lyktarmengun fyrst eftir að húsið var tekið í notkun og þar hafi einnig verið mikið ryk og hávaði.“ Fjórir samkennarar konunnar komu fyrir dóm og lýstu aðstæðum í húsinu með sambærilegum hætti. Umræddan dag var konan við kennslu í íþróttahúsinu að útskýra leik fyrir nemendum sínum þegar rödd hennar brast. Sagðist hún næstu vikur hafa reynt að hlífa röddinni en loks leitað sér læknishjálpar þann 10. nóvember 2011. Var hún í veikindaleyfi út skólaárið og hefur ekki snúið aftur til íþróttakennslu en sinnt ýmsum öðrum störfum innan skólans síðan. Hefur konan verið í raddmeðferð undanfarin ár en hún var sögð ekki hafa skilað fullnægjandi árangri, rödd hennar væri þróttlítil og ekki náð fullnægjandi styrk til að hún gæti hafið kennslu á ný.Konan var við störf í íþróttahúsi KA á Akureyri.VísirBærinn sagði raddleysi algengan fylgifisk kennslu Undir rekstri málsins voru tveir dómkvaddir læknar kallaðir til að meta hvort orsakatengsl væru á milli líkamstjóns hennar og aðstæðna á vinnustað. Var það mat þeirra beggja að mun meiri líkur en minni væru á því að raddvandamál konunnar væru vegna óviðunandi ástands í íþróttahúsinu.Akureyrarbær krafðist sýknu og byggðist vörnin á því að ósannað væri að bærinn ætti sök á tjóni konunnar, þá væru ekki orsakatengsl á milli vinnuaðstæðna og tjóns konunnar. Benti bærinn á að konan hefði starfað sem íþróttakennari í tuttugu ár og að raddleysi væri algengur fylgifiskur kennslu, sérstaklega íþróttakennslu.Byggði dómur héraðsdóms í málinu einkum á mati læknanna tveggja, sem og vitnisburði samkennara konunnar, en ekki væri vafi á því að bærinn bæri ábyrgð á því að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu væru viðunandi.„Stefnandi hefur leitt fjögur vitni fyrir dóminn, sem unnu sama verk á sama tíma og stað fyrir stefnda og hefur að auki kostað til mats dómskvaddra matsmanna sem telja að aðstæður sem þessi vitni lýsa hafi valdið því líkamstjóni sem stefnandi hefur átt við að stríða, verður að telja að þá sé svo komið að stefndi beri hallan af skorti á sönnun um hverjar aðstæðurnar nákvæmlega voru,“ segir í dómi héraðsdóms.Akureyrarbæ hafi á sama tíma ekki tekist að sýna fram á að aðstæður til kennslu í íþróttahúsinu hafi verið í samræmi við lágmarkskröfur laga. Var því að mati dómsins sannað að háttsemi bæjarins hafi af hlotist tjón konunnar.Var skaðabótaskylda bæjarsins gagnvart konunni viðurkennd og þarf bærinn sem fyrr segir að greiða konunni 161 þúsund krónur í skaðabætur, eða því sem nemur upphæð reikninga vegna raddmeðferðar konunnar hjá Talmeinastofunni, sem og eins reiknings vegna sjúkranudds.Þá þarf Akureyrarbær einnig að greiða konunni 2,1 milljón króna í málskostnað vegna málsins, þóknun lögmanns og útlagðan kostnað konunnar í málinu.
Dómsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira