Forsætisráðherra segir þingmann Miðflokks fara með þvætting Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 13:44 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. Vísir/Hanna Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Forsætisráðherra sagði þingmann Miðflokksins vera með þvætting í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun þegar hann sagði vogunarsjóðum hampað á kostnað öryrkja. Með fjármálaáætluninni væri verið að efla alla innviði samfélagsins og stórauka framlög til velferðarmála. Umræður um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófust á Alþingi í gær og stóðu fram á kvöld. Umræðunum verður framhaldið í dag og á morgun en í dag fara einstakir ráðherrar yfir sína málaflokka í áætluninni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsraðað í þágu heilbrigðismála upp á 60 milljarða og 40 milljarða til annarra velferðarmála í áætluninni. „Það liggur fyrir að þessi fjármálaáætlun sem við ræðum hér er sóknaráætlun. Hún snýst um að styrkja samfélagslega innviði. Heilbrigðiskerfi, menntakerfi, samgöngukerfi og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín. Tekið verði upp samtal við verkalýðshreyfinguna um samspil skatta- og bótakerfa. „Ég vil sérstaklega nefna áætlanir um að draga úr kostnaðarþátttöku sjúklinga sem verið hefur meiri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndum,“ sagði forsætisráðherra. Kallað eftir meiri jöfnuði Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að fyrirhugaðar skattabreytingar ykju ekki jöfnuð til að mynda með því að styrkja barnabótakerfið. „Ég tel það vera pólitíska ákvörðun að nýta jöfnunartækin. Sem eru barnabætur, sem eru húsnæðisstuðningur og hærri persónuafsláttur,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði ríkisstjórnina þegar hafa gripið til skattalagabreytinga til jöfnuðar með hækkun fjármagnstekjuskatts um tvö prósentustig. Þá væri mikilvægt að ná samstöðu með verkalýðshreyfingunni um aðrar breytingar. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um undanlátsemi við vogunarsjóði í Kaupþingi sem fengju skattalækkun upp á tvo milljarða með afnámi bankaskatts. „Ekki tveir milljarðar til eldri borgara, ekki tveir milljarðar til öryrkja og ekki tveir milljarðar í samgöngur. Nei, tveir milljarðar í bónusa til vogunarsjóðanna í boði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur,“ sagði Birgir. „Herra forseti ég er nú bara með gátu og hún er; hversu mörgum rangfærslum er hægt að koma fyrir á tveimur mínútum? Því ég held að háttvirtur þingmaður Birgir Þórarinsson hafi slegið einhvers konar met hér í þessari svo kölluðu fyrirspurn,“ sagði forsætisráðherra.Bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara Katrín lýsti efasemdum um að Birgir hefði lesið fjármálaáætlunina þar sem ræða hans bæri þess lítil merki. Framlög til örorkulífeyrisþega hækkuðu um sex milljarða á næsta ári og um tvo milljarða til eldri borgara. „Það á að lækka bankaskattinn um 5,7 milljarða króna. Þar af fara tveir milljarðar beint til vogunarsjóðanna í Kaupþingi. Þetta er ósköp einfalt. Það er ekki hægt að þræta fyrir þetta hæstvirtur forsætisráðherra,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra minnti á að bankaskatturinn hafi verið lagður á timabundið í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til að fjármagna skuldaleiðréttinguna sem helst hefði gagnast hinum efnameiri. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira