Nýliði á fertugsaldri sló í gegn hjá Lakers Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2018 12:00 Ingram fagnar eftir að hafa sett niður þrist gegn Rockets. Hann setti fjóra þrista í leiknum. vísir/getty Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Lífið getur verið skrítið og það þekkir Andre Ingram vel. Í sömu vikunni kenndi hann unglingum stærðfræði og spilaði svo körfubolta fyrir LA Lakers með Magic Johnson og Will Ferrell í stúkunni. Þetta er búin að vera ótrúlegasta vika í lífi hins 32 ára gamla Andre Ingram sem þreytti loksins frumraun sína í NBA-deildinni eftir að hafa reynt að komast að í deildinni í tíu ár. Elsti nýliði deildarinnar. Á þessum tíu árum hefur hann leikið 384 leiki í G-deildinni, sem er B-liðs deildin í NBA, og aldrei gefist upp. Lakers gerði við hann tveggja leikja samning og óhætt er að segja að hann hafi nýtt tækifærið með stæl í fyrri leiknum. Hann skoraði 19 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum, sem er fjórða besta frammistaða nýliða í sögu LA Lakers! Aðeins Magic Johnson, Nick Van Exel og Jerry West hafa byrjað feril sinn hjá Lakers betur.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018 „Flestir sem hafa reynt við körfuboltadrauminn eru löngu búnir að gefast upp. Það eru ekki miklir peningar í deildinni hans þrátt fyrir mikla og erfiða vinnu. Það reynir á og sýnir hversu sterkur Andre er andlega,“ sagði Luke Walton, þjálfari Lakers. Ingram sjálfur var auðvitað í skýjunum með sína frammistöðu. „Andrúmsloftið var rafmagnað. Þetta var ótrúlegt og upplifun sem kemur aðeins einu sinni á lífstíðinni,“ sagði Ingram brosandi en hann var að spila gegn Houston sem er ekki með neina pappakassa í sínu liði. Ein af stjörnum Houston hrósaði honum mikið.Ingram í leiknum gegn Houston.vísir/getty„Ég sagði við hann eftir leikinn að ég bæri mikla virðingu fyrir honum. Eftir að hafa djöflast í G-deildinni í tíu ár og fá svo tækifæri og spila svona. Það er ansi sérstakt,“ sagði Chris Paul, leikmaður Houston, en Houston vann leikinn þrátt fyrir frammistöðu Ingram. Seinni leikurinn á samningi Ingram fór fram í nótt og þá vann Lakers nágranna sína í Clippers. Ingram fékk að spila í 34 mínútur og skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Lakers vann með 23 stigum er hann var inn á vellinum. Á þessum þriggja daga samningi við Lakers fær hann rúmlega 13 þúsund dollara í laun en árslaunin í G-deildinni eru 19 þúsund dollarar. Samhliða spilamennsku í G-deildinni hefur Ingram verið að kenna stærðfræði en hann er með gráðu í eðlisfræði.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira