Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. apríl 2018 06:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú hernaðaraðgerðir gegn Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta. Vísir/AFP Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Rússar vöruðu Bandaríkjamenn við því í gær að allar þær eldflaugar sem Bandaríkin myndu skjóta á Sýrland yrðu skotnar niður. Áttu þeir þar við möguleg viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás stjórnarhers Bashars al-Assads, forseta Sýrlands, á almenna borgara í bænum Douma í Austur-Ghouta á laugardag. Rússar eru helstu bandamenn Assad-stjórnarinnar og hafa stutt hana með ráðum og dáð. Til að mynda greindi rússneska fréttaveitan Interfax frá því að hópur rússneskra þingmanna væri á leið til Sýrlands til að funda með Assad á næstunni. Bandaríkjamenn, sem og Vesturlönd í heild sinni, eru hins vegar andsnúin Assad og þykja þessi ummæli Rússa, nánar tiltekið sendiherra þeirra í Líbanon, því áhyggjuefni þar sem þau þykja til marks um að bein átök Rússa og Bandaríkjamanna séu möguleg nú þegar samband stórveldanna hefur ekki verið verra í áratugi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, brást við ummælunum með því að segja Rússum að undirbúa sig „af því að eldflaugarnar munu koma, fínar og nýjar og klárar“. „Þið ættuð ekki að vera bandamenn skepnu sem myrðir þjóð sína, og hefur gaman af, með efnavopnum!“ bætti Trump við á Twitter.Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn í vígahug? En Trump hafði þó greinilega nokkrar áhyggjur af sambandinu við Rússa. Í næsta tísti sagði hann sambandið verra en nokkru sinni fyrr, meira að segja verra en í kalda stríðinu. „Það er engin ástæða fyrir þessu. Rússar þurfa á hjálp okkar að halda í efnahagsmálum,“ sagði Bandaríkjaforseti og bætti því við að samstarfið ætti að geta verið auðvelt. „Stöðvum vopnakapphlaupið?“ spurði hann. Þá sagði Trump að stóran hluta erjanna við Rússa mætti rekja til „falskrar og spilltrar rannsóknar“ sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016 og samráði við framboð Trumps. Tvinnaði hann þar saman helstu vandamál síðustu daga en rassía var gerð á skrifstofu lögfræðings forsetans í tengslum við rannsóknina í vikunni. Talið er að Bandaríkin séu nú, í samstarfi við Breta og Frakka, að undirbúa hernaðaraðgerðir gegn Assad-liðum.Stjórnarher Sýrlands ekur hér skriðdrekum eftir strætum Douma, þar sem efnavopnaárás er sögð hafa verið framkvæmd um síðustu helgi.Vísir/AFPMögulega séu Bandaríkjamenn svo að undirbúa enn frekari aðgerðir, einir síns liðs, enda hafi Trump hætt við fyrirhugaða Suður-Ameríkureisu í kjölfar árásarinnar. Samkvæmt The Times hefur Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, þó beðið Trump um frekari sannanir fyrir því að árásin hafi átt sér stað með þeim hætti sem haldið hefur verið fram. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ekki náð neinu samkomulagi um viðbrögð við hinni meintu efnavopnaárás. Á fundi ráðsins á þriðjudag mættust stálin stinn þegar Nikki Haley og Vasílí Nebensía, sendiherrar Bandaríkjamanna og Rússa, rifust. Sagði Nebensía að Bandaríkin væru að skálda til að réttlæta hernaðaraðgerðir. Haley sagði hins vegar að atkvæðagreiðsla um drög Bandaríkjamanna að ályktun, sem sneri að því að rannsakendur gætu úrskurðað um hver bæri ábyrgð á árásinni, væri harmleikur. Rússar beittu neitunarvaldi sínu og sagði Haley að með því sviptu Rússar ráðið öllum trúverðugleika. Haley beitti sjálf neitunarvaldi gegn tillögu Rússa um að öryggisráðið eitt gæti úrskurðað um sekt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í gær harma að öryggisráðið hefði ekki getað komist að sameiginlegri niðurstöðu. Hún vildi hins vegar ekki tjá sig um hvað hún héldi að gerðist næst á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Sjá meira
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Forsætisráðherra Bretlands segir allt benda til sektar ríkisstjórnar Bashars al-Assad forseta. 11. apríl 2018 16:46