Með rúmlega tvær milljónir á mánuði Hörður Ægisson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Stefnir, sem er dótturfélag Arions-banka, borgar hæstu launin á meðal stærstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. VÍSIR/PJETUR Meðallaun starfsmanna Stefnis, dótturfélags Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtækis landsins, námu tæplega 2.100 þúsundum króna á mánuði í fyrra og hækkuðu um 13 prósent á milli ára. Af stærstu sjóðastýringarfélögunum greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á síðasta ári en laun starfsmanna GAMMA Capital Management hækkuðu hins vegar mest, eða um 327 þúsund krónur á mánuði, og voru þau að meðaltali um 1.716 þúsund. Í prósentum talið hækkuðu laun starfsmanna félagsins, en fjöldi þeirra var að meðaltali 22 á árinu, því um 23,5 prósent á árinu. Launagreiðslur til starfsmanna Íslandssjóða og Landsbréfa, dótturfélaga Íslandsbanka og Landsbankans, voru að meðaltali um 1.670 þúsund krónur á mánuði á liðnu ári, eða um 400 þúsundum lægri en hjá Stefni. Á meðan laun starfsmanna Landsbréfa hækkuðu að jafnaði um 5 prósent í fyrra lækkuðu þau um 4,7 prósent í tilfelli Íslandssjóða en það skýrist að hluta til vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins sem var gjaldfærður á árinu 2016. Starfsmenn Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka, voru hins vegar með næsthæstu launin á meðal helstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. Námu þau að meðaltali nærri 1.900 þúsundum króna í fyrra og hækkuðu um rúmlega 100 þúsund á milli ára. Upplýsingar um launagreiðslur fyrirtækjanna byggja á nýbirtum ársreikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á árinu 2017. Í einhverjum tilfellum, meðal annars hjá Stefni, innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut í fyrra. Hagnaðurinn jókst mikið í fyrra Sjóðastýringarfélög stóru bankanna eru hvað umsvifamest á eignastýringarmarkaði og voru þau með eignir í stýringu upp á samanlagt um 760 milljarða í árslok 2017. Sé hins vegar einnig tekið tillit til Júpíters og GAMMA eru þessi fimm stærstu sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 970 milljarða eignir í stýringu. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir að eignir í stýringu Stefnis hafi minnkað um liðlega 60 milljarða á árinu, meðal annars vegna innlausna lífeyrissjóða, þá er félagið með nærri 350 milljarða í stýringu og nam hagnaður þess 1.680 milljónum í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Afkoma Landsbréfa batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári, einkum vegna árangurstengdra þóknana af rekstri framtakssjóða, þar sem hagnaðurinn jókst um rúmlega 400 milljónir og var samtals 1.113 milljónir. Hagnaður Íslandssjóða var 183 milljónir borið saman við 97 milljóna hagnað árið áður. Júpíter skilaði um 59 milljóna króna hagnaði í fyrra og tvöfaldaðist hann á milli ára. Eignir í stýringu voru rúmlega 70 milljarðar í árslok, borið saman við 31 milljarð árið áður, en sú aukning skýrist einkum af sameiningu við sjóði sem áður voru í stýringu Virðingar og Öldu en félögin voru yfirtekin af Kviku banka á árinu. Á sama tíma og meðallaun starfsmanna GAMMA hækkuðu verulega á síðasta ári versnaði afkoma félagsins aftur á móti og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega fjórðung og var tæplega 626 milljónir. Námu eignir í stýringu GAMMA 139 milljörðum í árslok. Á undanförnum árum hefur verið hvað mest launaskrið á meðal sjóðastýringarfélaganna hjá Stefni. Meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu þannig um 820 þúsundum króna á árinu 2009 og hafa þau því hækkað um liðlega 155 prósent á síðustu átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um rúmlega 60 prósent. Þá eru meðallaun starfsmanna í stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins töluvert hærri en almennt þekkist innan fjármálageirans. Heildarlaun í fjármála- og vátryggingarstarfsemi voru að meðaltali um 893 þúsund krónur á mánuði á árinu 2016, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en ekki hafa verið birtar tölur fyrir árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Meðallaun starfsmanna Stefnis, dótturfélags Arion banka og stærsta sjóðastýringarfyrirtækis landsins, námu tæplega 2.100 þúsundum króna á mánuði í fyrra og hækkuðu um 13 prósent á milli ára. Af stærstu sjóðastýringarfélögunum greiddi Stefnir sem fyrr hæstu launin á síðasta ári en laun starfsmanna GAMMA Capital Management hækkuðu hins vegar mest, eða um 327 þúsund krónur á mánuði, og voru þau að meðaltali um 1.716 þúsund. Í prósentum talið hækkuðu laun starfsmanna félagsins, en fjöldi þeirra var að meðaltali 22 á árinu, því um 23,5 prósent á árinu. Launagreiðslur til starfsmanna Íslandssjóða og Landsbréfa, dótturfélaga Íslandsbanka og Landsbankans, voru að meðaltali um 1.670 þúsund krónur á mánuði á liðnu ári, eða um 400 þúsundum lægri en hjá Stefni. Á meðan laun starfsmanna Landsbréfa hækkuðu að jafnaði um 5 prósent í fyrra lækkuðu þau um 4,7 prósent í tilfelli Íslandssjóða en það skýrist að hluta til vegna starfslokasamnings við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins sem var gjaldfærður á árinu 2016. Starfsmenn Júpíters rekstrarfélags, dótturfélags Kviku banka, voru hins vegar með næsthæstu launin á meðal helstu sjóðastýringarfyrirtækja landsins. Námu þau að meðaltali nærri 1.900 þúsundum króna í fyrra og hækkuðu um rúmlega 100 þúsund á milli ára. Upplýsingar um launagreiðslur fyrirtækjanna byggja á nýbirtum ársreikningum þeirra um heildarlaun og meðalfjölda starfsmanna á árinu 2017. Í einhverjum tilfellum, meðal annars hjá Stefni, innihalda þær greiðslur kaupauka sem stjórnendur og lykilstarfsmenn félaganna fengu í sinn hlut í fyrra. Hagnaðurinn jókst mikið í fyrra Sjóðastýringarfélög stóru bankanna eru hvað umsvifamest á eignastýringarmarkaði og voru þau með eignir í stýringu upp á samanlagt um 760 milljarða í árslok 2017. Sé hins vegar einnig tekið tillit til Júpíters og GAMMA eru þessi fimm stærstu sjóðastýringarfyrirtæki landsins með um 970 milljarða eignir í stýringu. Íslandsbanki og Landsbankinn eru eins og kunnugt er í eigu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir að eignir í stýringu Stefnis hafi minnkað um liðlega 60 milljarða á árinu, meðal annars vegna innlausna lífeyrissjóða, þá er félagið með nærri 350 milljarða í stýringu og nam hagnaður þess 1.680 milljónum í fyrra og næstum tvöfaldaðist á milli ára. Afkoma Landsbréfa batnaði einnig umtalsvert á síðasta ári, einkum vegna árangurstengdra þóknana af rekstri framtakssjóða, þar sem hagnaðurinn jókst um rúmlega 400 milljónir og var samtals 1.113 milljónir. Hagnaður Íslandssjóða var 183 milljónir borið saman við 97 milljóna hagnað árið áður. Júpíter skilaði um 59 milljóna króna hagnaði í fyrra og tvöfaldaðist hann á milli ára. Eignir í stýringu voru rúmlega 70 milljarðar í árslok, borið saman við 31 milljarð árið áður, en sú aukning skýrist einkum af sameiningu við sjóði sem áður voru í stýringu Virðingar og Öldu en félögin voru yfirtekin af Kviku banka á árinu. Á sama tíma og meðallaun starfsmanna GAMMA hækkuðu verulega á síðasta ári versnaði afkoma félagsins aftur á móti og dróst hagnaðurinn saman um rúmlega fjórðung og var tæplega 626 milljónir. Námu eignir í stýringu GAMMA 139 milljörðum í árslok. Á undanförnum árum hefur verið hvað mest launaskrið á meðal sjóðastýringarfélaganna hjá Stefni. Meðalmánaðarlaun starfsmanna Stefnis námu þannig um 820 þúsundum króna á árinu 2009 og hafa þau því hækkað um liðlega 155 prósent á síðustu átta árum. Á sama tíma hefur almenn launavísitala hækkað um rúmlega 60 prósent. Þá eru meðallaun starfsmanna í stærstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins töluvert hærri en almennt þekkist innan fjármálageirans. Heildarlaun í fjármála- og vátryggingarstarfsemi voru að meðaltali um 893 þúsund krónur á mánuði á árinu 2016, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en ekki hafa verið birtar tölur fyrir árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira