Markmiðið að virkja listirnar sem breytandi afl Magnús Guðmundsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Vigdís Jakobsdóttir segist leggja áherslu á að sem allra flestir geti fengið frábæra upplifun af hátíðinni óháð efnahag. Vísir/eyþór „Já, ég er leikstjóri í grunninn og stelpuskott frá Ísafirði sem hafði einhverra hluta vegna alltaf áhuga á leiklist,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, aðspurð um hvaðan hún komi að listinni. En þann 2. júní næstkomandi hefst Listahátíð í Reykjavík og verður það fyrsta hátíðin þar sem Vigdís er við stjórnvölinn. Vigdís segir reyndar um sinn bakgrunn að hún hafi verið í sjö grunnskólum alls og geti því ekki talist vera einvörðungu frá Ísafirði en það hafi þó verið þar á unglingsárunum sem hún uppgötvaði að hún vildi verða leikstjóri. Eftir menntaskóla lá leiðin til Bretlands þar sem hún lærði við The University of Kent og hún segir að það nám hafi reynst góður grunnur fyrir það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á lífsleiðinni. „Ég hef reyndar alltaf starfað við listir fyrir utan eitt sumar á Árbæjarsafni eftir að ég kom heim úr námi. Hef ég þó farið víða,“ segir Vigdís og brosir.Fann klanið mitt Vigdís hefur á orði að leikstjórnin hafi stundum fengið að liggja til hliðar en hún hafi þó líka formgerst í kennslu sem veiti henni mikla ánægju. „Ég var snemma komin inn í Þjóðleikhúsið og er eiginlega alin upp þar sem listamaður. Þar fékk ég tækifæri til þess að stofna fræðsludeild og er ótrúlega stolt af því að hafa náð því í gegn á sínum tíma, 2002, og þá sérstaklega Þjóðleik sem er verkefni sem varð til á tíma mínum þar. En frá Þjóðleikhúsinu fór ég í Listaháskólann þar sem ég var fagstjóri í listkennsludeild í mörg ár og fékkst við að þjálfa listamenn í kennslu. Það er gríðarlega skemmtilegt að vera kennara-kennari. Í listkennsludeildinni mætist líka listafólk úr öllum greinum sem er skemmtilegur suðupottur.“ Vigdís segir með blik í auga að hún sé með það sem kallað er portfolio-feril, einhvers konar margfaldan starfsferil sem hafi nýst henni gríðarlega vel sem grunnur að starfinu við Listahátíð í Reykjavík. „Ég hef undanfarinn áratug tekið þátt í alþjóðlegu starfi í samtökum sem heita ASSITE. Þetta eru samtök sem starfa í hátt í 90 löndum og samanstanda af leikhúslistafólki sem gerir sýningar fyrir unga áhorfendur. Ég dróst inn í þetta haustið 2008, rétt fyrir örlagadaginn mikla, þegar ég þáði að fara á námskeið í Venesúela. Sem betur fer var ég búin að kaupa flugmiða áður en hrunið skall á því þetta stefnumót listamanna breytti lífi mínu. Þarna fann ég klanið mitt – fólkið sem hugsar eins og ég í listinni og er að gera leikhús á sömu forsendum og ég er að gera.“ En hverjar eru þessar forsendur í listinni? „Ég trúi því að listirnar geri heiminn betri. Að þær geri fólk betra. Það er mín bjargfasta trú. Það er ástæðan fyrir því að ég stofnaði fræðsludeildina við Þjóðleikhúsið á sínum tíma og fyrir því að kennslan er mér svona hugleikin. Fyrir mér eru listirnar breytandi afl og það er þannig sem ég hef nálgast allt sem ég geri. Líka Listahátíð.“Transhumance eru heimsfrægar kindur frá Kanada sem munu gleðja alla aldurshópa með sýningu í nýja útileikhúsinu við Veröld – hús Vigdísar.Að virkja listina Það er eitt og hálft ár liðið frá því Vigdís tók við sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar sem er nú að nýju tvíæringur eftir að hafa verið haldin árlega um skeið. Vigdís segir að þær áherslur sem hún hafi komið með inn í starfið hafi komið fram hjá henni strax í umsóknarferlinu um starfið og hún hafi í framhaldinu búið við þann lúxus að hafa tíma umfram það sem til að mynda fyrirrennarar hennar bjuggu við. „Ég valdi á þessum tíma að vera aðeins í hálfu starfi til að byrja með og fyrsta hálfa árið var ég bara hérna ein og það reyndist mér dýrmætur tími. Þá kom ég að stefnumótun sem hafði staðið fyrir dyrum og lagði svona grunninn og þessi tími gaf mér tækifæri til þess að eiga samtal og samráð við samstarfsaðila hátíðarinnar. Það eru allar helstu listastofnanir og fagfélög listamanna á landinu auk fleiri aðila, þannig að hátíðin sem slík á gríðarlega sterkt og gott bakland. Stóra ákvörðunin sem ég tók var að hlusta og ákveða líka að hafa kjark til þess að heyra hvað baklandið hafði fram að færa. Ég hafði hugmyndir sjálf en var í raun tilbúin til þess að fórna þeim ef á þyrfti að halda. En það kom mér svo satt best að segja á óvart hvað það var mikill samhljómur um hvaða áttir skyldi stefna í og það gladdi mig. Kjarni þess var að setja sér það markmið að ná til fjölbreyttari hóps. Baklandið, rétt eins og ég, vill þó ekki gefa afslátt af gæðum; að hér séu stórviðburðir á mælikvarða listarinnar og mörk hennar þanin. En hugmyndin um að ná til breiðari hóps var það sem öllum fannst skipta mestu máli – og að hátíðin ætti í fjölþættu samstarfi. Að virkja listina sem þetta breytandi afl. Út frá þessu mótum við áhorfendastefnu sem hefur svo áhrif á allt sem við gerum.“ Ekki krónu með gati Vigdís segir að það sé gaman að geta loks talað opinskátt um dagskrána því hún sé nú orðin opinber. „Það er líka gaman að segja frá því að við verðum mjög víða í borginni og ekki einvörðungu í miðborginni, við förum meira að segja alla leið til Ísafjarðar og upp á hálendið. Verðum líka með flott götuleikhús í Grafarvogi. Við erum að gera verkefni sem eru sérstaklega unnin út frá hverfum eins og Blesugróf, þar sem gengið er um þetta skemmtilega hverfi sem fáir þekkja, og þar verða flutt þrjú stutt leikverk. Markmiðið er að gera þetta að sannkallaðri borgarhátíð. Hluti af því verður líka að endurvekja klúbb Listahátíðar sem verður í Hafnarhúsinu. Klúbburinn er hugsaður sem miðja fyrir hátíðina og þar verða listamenn með spjall, plötusnúðar, tónlistaruppákomur, gjörningar og fleiri skemmtilegir viðburðir. Það verður öllum opið og allt ókeypis sem er líka hluti af áhorfendastefnunni að hafa líka nóg að bjóða fyrir þá efnaminni. Að þú getir fengið frábæra upplifun af hátíðinni án þess að eiga krónu með gati,“ segir Vigdís og brosir. Yfirskrift hátíðarinnar er Heima og Vigdís segir að hún gæti útskýrt þessa tengingu fyrir nánast hvern einasta viðburð á dagskránni. „Við kynntum þetta þema fyrir fulltrúaráðinu fyrir rúmu ári og vorum svo með opið kall í framhaldinu sem skilaði okkur þó nokkrum verkefnum alla leið á hátíðina. En af því að þetta koma snemma þá gat listafólkið nálgast þetta með fjölbreyttum hætti og við gerðum það líka í verkefnavalinu. Þarna varð til ákveðinn vefnaður sem er þarna alltumvefjandi. Sem dæmi um fjölbreytni innan þessa þema nefnir Vigdís verk eftir finnska listamanninn Anssi Pulkkinen. Vörubílspall sem er hlaðinn af sýrlenskum rústum. „Þarna erum við komin með stríðið í Sýrlandi hingað í fangið og erum búin að vinna mikið hliðarverkefni út frá þessu m.a. í samstarfi við Rauða krossinn sem spannar allt frá arabískri dansveislu til málþings um réttinn til heimilis.“Close-Act Theatre, hollenskur leikhópur þekktur fyrir myndrænar sýningar í yfirstærð, mætir til borgarinnar með risaeðlusýninguna Saurus.Bill Murray og Jórunn Viðar Aðspurð um hvort að það séu einhverjir viðburðir sem hún er sérstaklega spennt fyrir þá segir hún það óneitanlega vera þá stórviðburði sem þau hafi kynnt snemma. „Að fá leikstjórann Robert Wilson með sína Eddu-sýningu til landsins er frábært. Ef leikhúsfólk er beðið um að nefna þrjá frægustu leikstjóra í heimi þá er hann sennilega alltaf á þeim lista og að fá hann hingað heim með okkar bókmenntaarf er frábært. Það getur engin leikhúsáhugamanneskja látið þetta fram hjá sér fara. En svo erum við auðvitað að fá Bill Murray með mjög sérstakt og skemmtilegt kvöld og margir eflaust orðnir forvitnir um hvað hann ætlar að gera. Þetta er ekki uppistand heldur klassískir tónleikar með stuttum, góðum verkum, í meðförum þriggja æðislegra tónlistarmanna með Jan Vogler sellóleikara fremstan í flokki. Upphafið að þessu má rekja til þess að Vogler og Murray hittust í flugvél þar sem sá fyrrnefndi var eitthvað að vandræðast með sellóið sitt sem hafði auðvitað sitt sæti þarna á fyrsta farrými. Murray fer eitthvað að grínast með þetta og vissi ekkert hver þetta er en Vogler þekkti ekki heldur Murray og var alveg hissa á að það væru bíómyndir með honum þarna í kerfinu. En upp frá þessu tókst mikil vinátta með þessum mönnum en Murray er mikill bókmenntaáhugamaður og fer að deila þeirri þekkingu með Vogler sem kenndi leikaranum þess í stað sitthvað um tónlist. Það er þetta tvennt, klassíska tónlistin og bókmenntirnar, sem þeir mæta með í farteskinu og verða á þessum skemmtilega viðburði í Eldborg. Þetta verður dásamleg kvöldstund með listafólki að gera það sem það elskar. Murray er dásamlegur upplesari.“ Vigdís segir að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sé svo þriðji stóri viðburðurinn sem hún hlakki mikið til og eins megi nefna Mahler hjá Sinfóníunni og tónleika með sönglögum Jórunnar Viðar sem verði haldnir í Gamla bíói. „Þetta er Jórunn Viðar í nýjum litum þar sem við fáum unga og spennandi tónlistarmenn á borð við Sigríði Thorlacius, Sóleyju Stefánsdóttur, Katrínu í Mammút og Högna Egilsson og fleiri, til þess að takast á við þetta magnaða höfundarverk Jórunnar. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni þar sem er verið að tengja saman kynslóðir og menningararfleifð og opna upp fyrir nýjum kynslóðum. Jórunn Viðar er líka eitt af þessum tónskáldum sem við þurfum að lyfta á hærri stall. Hún á það skilið.“ Farin að hlakka til Vigdís tekur fram að það séu þó ekki síður ókeypis viðburðirnir sem séu tilhlökkunarefni. „Það er langur listi af viðburðum sem kosta ekkert og líka af viðburðum sem fara fram utandyra og er margt af því fyrir alla fjölskylduna eins og risaeðlusýningin sem er opnunaratriðið í ár. Eins má nefna stóra samsýningu í myndlist sem er sett upp í gluggum í miðborginni og þú getur farið í klúbbinn og fengið göngutúr með leiðsögn um þessa sýningu. Þetta kostar ekkert og er unnið beint inn í þema hátíðarinnar. Svo verður líka ókeypis sýning á netinu þar sem þú kveikir á GPS-kerfinu í símanum þínum, hlustar á tónverk eftir Úlf Eldjárn og gengur svo um Reykjavík og tónlistin breytist eftir því hvar þú ert hverju sinni. Úlfur talar um þetta sem borgina sem er falin í borginni og hlustandinn getur haft áhrif með því að taka bókstaflega nýja stefnu. En það eru fjölmargir fleiri svona viðburðir sem ég hvet fólk til þess að kynna sér og koma svo og taka þátt og njóta listarinnar. Það má reyndar nefna það að einn listviðburðurinn er þegar hafinn undir yfirskriftinni R-1918 en þar ljá 200 borgarbúar dagsins í dag fortíðinni rödd sína á RÚV með lestri á textum frá Landsbókasafninu í hverju hádegi. Þessi viðburður mun ná hámarki á hátíðinni sjálfri og um að gera fyrir alla að fylgjast með frá byrjun.“ Það er rétt að taka fram að þetta er aðeins brot af þeim viðburðum sem eru fram undan á hátíðinni en spurð um það hvernig henni líði með þetta segir Vigdís að það sé ákveðinn léttir að fá loks að kynna dagskrána. „Þetta er löngu tilbúið og nú þegar dagskráin er farin út get ég látið það eftir mér að hlakka til.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
„Já, ég er leikstjóri í grunninn og stelpuskott frá Ísafirði sem hafði einhverra hluta vegna alltaf áhuga á leiklist,“ segir Vigdís Jakobsdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, aðspurð um hvaðan hún komi að listinni. En þann 2. júní næstkomandi hefst Listahátíð í Reykjavík og verður það fyrsta hátíðin þar sem Vigdís er við stjórnvölinn. Vigdís segir reyndar um sinn bakgrunn að hún hafi verið í sjö grunnskólum alls og geti því ekki talist vera einvörðungu frá Ísafirði en það hafi þó verið þar á unglingsárunum sem hún uppgötvaði að hún vildi verða leikstjóri. Eftir menntaskóla lá leiðin til Bretlands þar sem hún lærði við The University of Kent og hún segir að það nám hafi reynst góður grunnur fyrir það sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á lífsleiðinni. „Ég hef reyndar alltaf starfað við listir fyrir utan eitt sumar á Árbæjarsafni eftir að ég kom heim úr námi. Hef ég þó farið víða,“ segir Vigdís og brosir.Fann klanið mitt Vigdís hefur á orði að leikstjórnin hafi stundum fengið að liggja til hliðar en hún hafi þó líka formgerst í kennslu sem veiti henni mikla ánægju. „Ég var snemma komin inn í Þjóðleikhúsið og er eiginlega alin upp þar sem listamaður. Þar fékk ég tækifæri til þess að stofna fræðsludeild og er ótrúlega stolt af því að hafa náð því í gegn á sínum tíma, 2002, og þá sérstaklega Þjóðleik sem er verkefni sem varð til á tíma mínum þar. En frá Þjóðleikhúsinu fór ég í Listaháskólann þar sem ég var fagstjóri í listkennsludeild í mörg ár og fékkst við að þjálfa listamenn í kennslu. Það er gríðarlega skemmtilegt að vera kennara-kennari. Í listkennsludeildinni mætist líka listafólk úr öllum greinum sem er skemmtilegur suðupottur.“ Vigdís segir með blik í auga að hún sé með það sem kallað er portfolio-feril, einhvers konar margfaldan starfsferil sem hafi nýst henni gríðarlega vel sem grunnur að starfinu við Listahátíð í Reykjavík. „Ég hef undanfarinn áratug tekið þátt í alþjóðlegu starfi í samtökum sem heita ASSITE. Þetta eru samtök sem starfa í hátt í 90 löndum og samanstanda af leikhúslistafólki sem gerir sýningar fyrir unga áhorfendur. Ég dróst inn í þetta haustið 2008, rétt fyrir örlagadaginn mikla, þegar ég þáði að fara á námskeið í Venesúela. Sem betur fer var ég búin að kaupa flugmiða áður en hrunið skall á því þetta stefnumót listamanna breytti lífi mínu. Þarna fann ég klanið mitt – fólkið sem hugsar eins og ég í listinni og er að gera leikhús á sömu forsendum og ég er að gera.“ En hverjar eru þessar forsendur í listinni? „Ég trúi því að listirnar geri heiminn betri. Að þær geri fólk betra. Það er mín bjargfasta trú. Það er ástæðan fyrir því að ég stofnaði fræðsludeildina við Þjóðleikhúsið á sínum tíma og fyrir því að kennslan er mér svona hugleikin. Fyrir mér eru listirnar breytandi afl og það er þannig sem ég hef nálgast allt sem ég geri. Líka Listahátíð.“Transhumance eru heimsfrægar kindur frá Kanada sem munu gleðja alla aldurshópa með sýningu í nýja útileikhúsinu við Veröld – hús Vigdísar.Að virkja listina Það er eitt og hálft ár liðið frá því Vigdís tók við sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar sem er nú að nýju tvíæringur eftir að hafa verið haldin árlega um skeið. Vigdís segir að þær áherslur sem hún hafi komið með inn í starfið hafi komið fram hjá henni strax í umsóknarferlinu um starfið og hún hafi í framhaldinu búið við þann lúxus að hafa tíma umfram það sem til að mynda fyrirrennarar hennar bjuggu við. „Ég valdi á þessum tíma að vera aðeins í hálfu starfi til að byrja með og fyrsta hálfa árið var ég bara hérna ein og það reyndist mér dýrmætur tími. Þá kom ég að stefnumótun sem hafði staðið fyrir dyrum og lagði svona grunninn og þessi tími gaf mér tækifæri til þess að eiga samtal og samráð við samstarfsaðila hátíðarinnar. Það eru allar helstu listastofnanir og fagfélög listamanna á landinu auk fleiri aðila, þannig að hátíðin sem slík á gríðarlega sterkt og gott bakland. Stóra ákvörðunin sem ég tók var að hlusta og ákveða líka að hafa kjark til þess að heyra hvað baklandið hafði fram að færa. Ég hafði hugmyndir sjálf en var í raun tilbúin til þess að fórna þeim ef á þyrfti að halda. En það kom mér svo satt best að segja á óvart hvað það var mikill samhljómur um hvaða áttir skyldi stefna í og það gladdi mig. Kjarni þess var að setja sér það markmið að ná til fjölbreyttari hóps. Baklandið, rétt eins og ég, vill þó ekki gefa afslátt af gæðum; að hér séu stórviðburðir á mælikvarða listarinnar og mörk hennar þanin. En hugmyndin um að ná til breiðari hóps var það sem öllum fannst skipta mestu máli – og að hátíðin ætti í fjölþættu samstarfi. Að virkja listina sem þetta breytandi afl. Út frá þessu mótum við áhorfendastefnu sem hefur svo áhrif á allt sem við gerum.“ Ekki krónu með gati Vigdís segir að það sé gaman að geta loks talað opinskátt um dagskrána því hún sé nú orðin opinber. „Það er líka gaman að segja frá því að við verðum mjög víða í borginni og ekki einvörðungu í miðborginni, við förum meira að segja alla leið til Ísafjarðar og upp á hálendið. Verðum líka með flott götuleikhús í Grafarvogi. Við erum að gera verkefni sem eru sérstaklega unnin út frá hverfum eins og Blesugróf, þar sem gengið er um þetta skemmtilega hverfi sem fáir þekkja, og þar verða flutt þrjú stutt leikverk. Markmiðið er að gera þetta að sannkallaðri borgarhátíð. Hluti af því verður líka að endurvekja klúbb Listahátíðar sem verður í Hafnarhúsinu. Klúbburinn er hugsaður sem miðja fyrir hátíðina og þar verða listamenn með spjall, plötusnúðar, tónlistaruppákomur, gjörningar og fleiri skemmtilegir viðburðir. Það verður öllum opið og allt ókeypis sem er líka hluti af áhorfendastefnunni að hafa líka nóg að bjóða fyrir þá efnaminni. Að þú getir fengið frábæra upplifun af hátíðinni án þess að eiga krónu með gati,“ segir Vigdís og brosir. Yfirskrift hátíðarinnar er Heima og Vigdís segir að hún gæti útskýrt þessa tengingu fyrir nánast hvern einasta viðburð á dagskránni. „Við kynntum þetta þema fyrir fulltrúaráðinu fyrir rúmu ári og vorum svo með opið kall í framhaldinu sem skilaði okkur þó nokkrum verkefnum alla leið á hátíðina. En af því að þetta koma snemma þá gat listafólkið nálgast þetta með fjölbreyttum hætti og við gerðum það líka í verkefnavalinu. Þarna varð til ákveðinn vefnaður sem er þarna alltumvefjandi. Sem dæmi um fjölbreytni innan þessa þema nefnir Vigdís verk eftir finnska listamanninn Anssi Pulkkinen. Vörubílspall sem er hlaðinn af sýrlenskum rústum. „Þarna erum við komin með stríðið í Sýrlandi hingað í fangið og erum búin að vinna mikið hliðarverkefni út frá þessu m.a. í samstarfi við Rauða krossinn sem spannar allt frá arabískri dansveislu til málþings um réttinn til heimilis.“Close-Act Theatre, hollenskur leikhópur þekktur fyrir myndrænar sýningar í yfirstærð, mætir til borgarinnar með risaeðlusýninguna Saurus.Bill Murray og Jórunn Viðar Aðspurð um hvort að það séu einhverjir viðburðir sem hún er sérstaklega spennt fyrir þá segir hún það óneitanlega vera þá stórviðburði sem þau hafi kynnt snemma. „Að fá leikstjórann Robert Wilson með sína Eddu-sýningu til landsins er frábært. Ef leikhúsfólk er beðið um að nefna þrjá frægustu leikstjóra í heimi þá er hann sennilega alltaf á þeim lista og að fá hann hingað heim með okkar bókmenntaarf er frábært. Það getur engin leikhúsáhugamanneskja látið þetta fram hjá sér fara. En svo erum við auðvitað að fá Bill Murray með mjög sérstakt og skemmtilegt kvöld og margir eflaust orðnir forvitnir um hvað hann ætlar að gera. Þetta er ekki uppistand heldur klassískir tónleikar með stuttum, góðum verkum, í meðförum þriggja æðislegra tónlistarmanna með Jan Vogler sellóleikara fremstan í flokki. Upphafið að þessu má rekja til þess að Vogler og Murray hittust í flugvél þar sem sá fyrrnefndi var eitthvað að vandræðast með sellóið sitt sem hafði auðvitað sitt sæti þarna á fyrsta farrými. Murray fer eitthvað að grínast með þetta og vissi ekkert hver þetta er en Vogler þekkti ekki heldur Murray og var alveg hissa á að það væru bíómyndir með honum þarna í kerfinu. En upp frá þessu tókst mikil vinátta með þessum mönnum en Murray er mikill bókmenntaáhugamaður og fer að deila þeirri þekkingu með Vogler sem kenndi leikaranum þess í stað sitthvað um tónlist. Það er þetta tvennt, klassíska tónlistin og bókmenntirnar, sem þeir mæta með í farteskinu og verða á þessum skemmtilega viðburði í Eldborg. Þetta verður dásamleg kvöldstund með listafólki að gera það sem það elskar. Murray er dásamlegur upplesari.“ Vigdís segir að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sé svo þriðji stóri viðburðurinn sem hún hlakki mikið til og eins megi nefna Mahler hjá Sinfóníunni og tónleika með sönglögum Jórunnar Viðar sem verði haldnir í Gamla bíói. „Þetta er Jórunn Viðar í nýjum litum þar sem við fáum unga og spennandi tónlistarmenn á borð við Sigríði Thorlacius, Sóleyju Stefánsdóttur, Katrínu í Mammút og Högna Egilsson og fleiri, til þess að takast á við þetta magnaða höfundarverk Jórunnar. Þetta er gríðarlega spennandi verkefni þar sem er verið að tengja saman kynslóðir og menningararfleifð og opna upp fyrir nýjum kynslóðum. Jórunn Viðar er líka eitt af þessum tónskáldum sem við þurfum að lyfta á hærri stall. Hún á það skilið.“ Farin að hlakka til Vigdís tekur fram að það séu þó ekki síður ókeypis viðburðirnir sem séu tilhlökkunarefni. „Það er langur listi af viðburðum sem kosta ekkert og líka af viðburðum sem fara fram utandyra og er margt af því fyrir alla fjölskylduna eins og risaeðlusýningin sem er opnunaratriðið í ár. Eins má nefna stóra samsýningu í myndlist sem er sett upp í gluggum í miðborginni og þú getur farið í klúbbinn og fengið göngutúr með leiðsögn um þessa sýningu. Þetta kostar ekkert og er unnið beint inn í þema hátíðarinnar. Svo verður líka ókeypis sýning á netinu þar sem þú kveikir á GPS-kerfinu í símanum þínum, hlustar á tónverk eftir Úlf Eldjárn og gengur svo um Reykjavík og tónlistin breytist eftir því hvar þú ert hverju sinni. Úlfur talar um þetta sem borgina sem er falin í borginni og hlustandinn getur haft áhrif með því að taka bókstaflega nýja stefnu. En það eru fjölmargir fleiri svona viðburðir sem ég hvet fólk til þess að kynna sér og koma svo og taka þátt og njóta listarinnar. Það má reyndar nefna það að einn listviðburðurinn er þegar hafinn undir yfirskriftinni R-1918 en þar ljá 200 borgarbúar dagsins í dag fortíðinni rödd sína á RÚV með lestri á textum frá Landsbókasafninu í hverju hádegi. Þessi viðburður mun ná hámarki á hátíðinni sjálfri og um að gera fyrir alla að fylgjast með frá byrjun.“ Það er rétt að taka fram að þetta er aðeins brot af þeim viðburðum sem eru fram undan á hátíðinni en spurð um það hvernig henni líði með þetta segir Vigdís að það sé ákveðinn léttir að fá loks að kynna dagskrána. „Þetta er löngu tilbúið og nú þegar dagskráin er farin út get ég látið það eftir mér að hlakka til.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira