Sama myndin vekur mismunandi viðbrögð Benedikt Bóas skrifar 12. apríl 2018 08:00 Rakel var að hengja myndirnar upp þegar Fréttablaðið leit inn í Norr11 þar sem sýningin verður. Vísir/eyþór „Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira
„Viðbrögðin koma oft mjög mikið á óvart, og þá aðallega hvað þau eru ólík. Sama myndin getur þýtt sjálfsöryggi fyrir einum og streita fyrir öðrum,“ segir Rakel Tómasdóttir sem opnar sína fyrstu einkasýningu í Norr11 á Hverfisgötu í dag klukkan 18. Rakel hefur vakið töluverða athygli fyrir blýantsteikningar sínar en hún er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með framvindu hverrar myndar. „Instagram er sá vettvangur sem mér finnst best að nota til að sýna teikningarnar mínar, bæði meðan ég vinn þær og þegar þær eru tilbúnar. Svo er það skemmtileg leið til að vera í sambandi við fólk sem er að fylgjast með manni,“ segir hún.„Ég byrjaði á því að gera könnun þar sem ég spurði fylgjendur hvort þeir sæju eina eða tvær manneskjur á nokkrum myndum og það kom mér strax á óvart hvað niðurstöðurnar voru jafnar. Í kjölfarið bað ég fylgjendur um að túlka myndirnar og senda mér skilaboð með sinni túlkun.“Rakel útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2016 úr grafískri hönnun og hefur síðan unnið sem hönnuður hjá tímaritinu Glamour auk annarra verkefna. „Ég geri það meðvitað að skilja eftir pláss fyrir túlkun, ég segi t.d. aldrei hverjar mínar pælingar á bak við myndirnar eru og gef myndunum ekki nöfn heldur númera þær. Það er miklu skemmtilegra að fólk fái rými til að túlka þær eins og það vill,“ segir hún og bætir við að viðbrögðin sem hún fái við myndunum séu nánast eins misjöfn og þau eru mörg. „Það er ótrúlega gaman að fólk skuli gefa sér tíma til að skoða myndirnar og velta þeim fyrir sér. Ég hélt alltaf að það væri mjög augljóst hvað ég væri að pæla með myndunum og hvaða tilfinningar ég væri að sýna með þeim. Mér leið alltaf eins og ég væri að opna mig með því að pósta þeim, en svo er víst ekki. Það er augljóst að hver og einn sér þær á sinn hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Hringur á fingur og pabbi hefur tröllatrú „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Sjá meira