Íslenski boltinn

„Yrði stærsta slys íslenskrar knattspyrnusögu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, segir að það þurfi mikið að gerast svo að Valur verði ekki Íslandsmeistari í knattspyrnu karla í sumar. Valur hefur safnað gífurlega sterku liði.

Lærisveinar Óla töpuðu í gær fyrir Valsmönnum í úrslitaleik Lengjubikarsins, 4-2, en Valsmenn sýndu styrk sinn í leiknum. Óli segir að Valur verði Íslandsmeistari, annað væri einfaldlega stórslys.

„Þetta er ógnarsterkt lið sem við erum að spila við og það yrði líklega stærsta slys íslenskrar knattspyrnusögu verði Valur ekki Íslandsmeistari,” sagði Óli en rætt var hann við í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er maskína og þeir eru þannig uppsettir að þeir eiga að klára þetta og allt það sem er í boði.”

Allt innslagið má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan en þar er einnig rætt við Valsmennina Sigurbjörn Hreiðarsson og Hauk Pál Sigurðsson. Einnig má sjá mörkin úr leiknum í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×