Erlent

Bein útsending: Mark Zuckerberg kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. Vísir/AFP
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, kemur fyrir þingnefnd Bandaríkjaþings í dag klukkan 18:15 að íslenskum tíma. Zuckerberg mun þar svara fyrir aðgerðir fyrirtækisins en Facebook deildi upplýsingum 87 milljóna notenda með hinu umdeilda greiningarfyrirtæki Cambridge Analytica.

Sjá einnig: Hér getur þú séð hvort að þínum gögnum var deilt með Cambridge Analytica

Zuckerberg mun koma tvisvar fyrir Bandaríkjaþing, fyrst frammi fyrir nefndum öldungadeildar þingsins klukkan 18:15 í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan auk þess sem fundurinn er sýndur beint á vefsíðu þingsins.

Á morgun ber Zuckerberg aftur vitni frammi fyrir þingnefnd og hefst sá fundur klukkan 14 að íslenskum tíma.

Facebook hefur mátt þola mikla gagnrýni upp á síðkastið eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, breskt greiningarfyrirtæki sem vann fyrir forsetaframboð Donalds Trump árið 2016, hafi komist yfir upplýsingar um milljónir notenda Facebook með óheimilum hætti.


Tengdar fréttir

Þetta er það sem Google og Facebook vita um þig

Þar til fyrir um viku taldi ég mig nokkuð vel upplýsta um það hversu miklum upplýsingum Facebook og Google væru að safna og hefðu um mig. Svo las ég greinina Are You Ready? Here is all the data Facebook and Google have on you.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×