Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2018 13:00 Hér sjást þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar Alþingi var sett í desember síðastliðnum. visir/ernir Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Sextán stjórnarfrumvörp eru á dagskrá Alþingis til fyrstu umræðu í dag ásamt tveimur beiðnum frá þingmönnum stjórnarandstöðunnar um skýrslur. Í dag eru fjórtán þingfundardagar eftir á Alþingi áður en þingið gerir hlé á störfum sínum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hinn 26. maí. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir að koma seint fram með mál á þinginu og því hafi lítið verið að gera á fyrstu vikum þess eftir áramót. Þá hefur stjórnarandstaðan varað við því að mál muni ekki fá hraðafgreiðslu. Það er greinilegt á dagskrá þingsins í dag að ríkisstjórnin hefur tekið á sig rögg varðandi framlagningu mála því sextán stjórnarfrumvörp koma til fyrstu umræðu í dag. Þá verða teknar fyrir tvær beiðnir frá stjórnarandstöðunni um skýrslur. Annars vegar frá þingmönnum allra stjórnarandstöðuflokkanna um upplýsingaveitu stjórnvalda til Alþinigs og hins vegar beiðni frá þingmönnum Flokks fólksins, Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segir ekki víst að ríkisstjórnin komi öllum sínum málum til lokaafgreiðslu á vorþingi. „Ríkisstjórnin virðist hafa vaknað á endanum. Þetta gat ekki gengið svona. En það á eftir að koma í ljós hvort þetta er full seint til að koma öllum málunum í gegn því það eru ekki margir þingdagar eftir,“segir Gunnar Bragi. Það kunni því að verða snúið að afgreiða öll stjórnarfrumvörp fyrir þinghlé þótt búið sé að bæta við nefndardögum í dagskrá þingsins.Fyrir utan þennan fjölda stjórnarfrumvarpa liggi nýframlögð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir þinginu sem stefnt sé að að afgreiða til nefndar í þessari viku. „En þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Þannig að það er að sjálfsögðu alveg óvíst hvað næst að klárast fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eða þessum stutta búti eftir þær.“Hvar heldur þú að helstu átakalínur liggi á þessum vikum sem eru framundan? „Þær hljóta að liggja í fjármálaáætlun og málum sem tengjast henni. Það eru komnar fram tillögur um byggðamál og ýmislegt annað. Þetta þarf allt að lesast saman. Þannig að mér sýnist í fljótu bragði að það sé ekki alveg samhljómur á milli loforðanna og pælinganna í byggðaáætlun og fjármálaáætlun. Það eru ýmsir svona hlutir sem þarf að lesa saman og við munum fara í það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira