Banna pálmaolíu í vörum Iceland af umhverfisástæðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2018 12:42 Iceland sérhæfir sig í frosnum vörum. Ekki verður lengur pálmaolía í vörum sem eru merktar keðjunni. Vísir/Getty Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi. Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Breska verslanakeðjan Iceland hefur ákveðið að hætta að nota pálmaolíu í vörum sem eru merktar keðjunni fyrir árslok. Pálmaolía er í meira en helmingi allra vara sem bera vörumerki Iceland en framleiðsla hennar veldur stórfelldri eyðingu regnskóga í Asíu. Breytingin mun ná til verslana Iceland á Íslandi. Herferð Grænfriðunga vakti athygli stjórnenda Iceland á skaðsemi pálmaolíunnar fyrir náttúruna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Richard Walker, framkvæmdastjóri Iceland, segir að raunverulega vistvæn pálmaolía sé ekki til. Bann verslunarinnar nær hins vegar aðeins til vara sem eru seldar undir vörumerki keðjunnar sjálfrar. Enn verður boðið upp á vörur annarra framleiðenda sem innihalda pálmaolíu. Iceland er engu að síður fyrsta stóra breska verslunarkeðjan sem bannar pálmaolíu á einhvern hátt. Pálmaolía er notuð í gríðarlegum fjölda neytendavara, jafnt í kexkökum sem í sápu og snyrtivörum. Evrópusambandið samþykkti reglugerð árið 2014 um að merkja þyrfti vörur með pálmaolíu sérstaklega. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Basko sem rekur verslanir Iceland á Íslandi, segir við Vísi að bannið við pálmaolíu skili sér til Íslands í þeim vörum sem verslanirnar hér kaupa inn frá Iceland og innihalda ekki lengur pálmaolíu.Náttúruverndarsvæði á Indónesíu þar sem skógur hefur verið brenndur til þess að rýma til fyrir pálmaolíuframleiðslu.Vísir/AFPMeiriháttar losun gróðurhúsalofttegunda og loftmengun Regnskógar hafa verið ruddir í stórum stíl í Asíulöndum eins og Indónesíu til að búa til pláss fyrir pálmaræktun. Áætlað er að 8% allrar skógareyðingar á jörðinni frá 1990 til 2008 hafi átt sér stað vegna framleiðslu pálmaolíu. Eyðing skóganna er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Gríðarlegt magn gróðurhúsalofttegunda losnar jafnframt úr mó í jörðu þegar skógarnir eru brenndir. Auk áhrifanna á loftslag jarðar valda eldar til að ryðja skóga griðarlegri loftmengun í Asíu. Með eyðingu skóganna hverfur einnig búsvæði dýrategunda eins og órangútana. Talsmenn Iceland segja að bannið við pálmaolíu í vörum keðjunnar hafi kostnað í för með sér en þeim kostnaði verði ekki velt út í verðlag í verslununum. „Það verður viðbótarkostnaður en við teljum að það sé það rétta að gera,“ segir Walker við BBC.Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá rekstraraðila Iceland á Íslandi.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55 Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins í lok vetrar hafa nú öll mælst síðustu fjögur árin. 25. mars 2018 09:55
Grænlandsjökull ekki bráðnað hraðar í fjórar aldir Líklegt er þó að bráðnunin nú sé fordæmalaus í allt að sjö til átta þúsund ár. 1. apríl 2018 22:02
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45