Samherji kaupir búnað af Völku fyrir 2,5 milljarða Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 10. apríl 2018 12:30 Frá vinstri: Ágúst Sigurðarson, markaðsstjóri Völku, Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, Helgi Hjálmarsson, framkvæmdarstjóri Völku og Atli Dagsson, tæknistjóri Samherja. Aðsend mynd Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“ Sjávarútvegur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Samherji hefur ákveðið að festa kaup á nýjum búnaði frá íslenska hátækni fyrirtækinu Völku. Kaupin hljóða upp á 20 milljónir evra, um 2,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Völku. „Verkefnið er mjög metnaðarfullt og verða nýju vinnslukerfin vafalítið þau fullkomnustu sem þekkjast í matvælavinnslu í heiminum,“ segir Helgi Hjálmarsson, framkvæmdastjóri Völku. Um er að ræða sex nýjar vatnsskurðarvélar, þrjá ferskfiskflokkara, þrjá flokkara fyrir frosna bita og tengdan búnað frá Völku. Tækin verða sett upp í vinnsluhúsum Samherja á Akureyri og Dalvík. Hluti búnaðarins verður settur upp hjá Útgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) í sumar en stærsti hluti vinnslubúnaðarins verður settur upp í nýrri fiskvinnslu Samherja á Dalvík. Áætlað er að hún verði tilbúin um mitt næsta ár. Uppsetning nýju vélanna verður til þess að landvinnslur Samherja munu verða þær fullkomnustu sem þekkjast í heiminumÍslendingar leiðandi í tækniframförum tengdum sjávarútvegi Helgi segir þann árangur sem náðst hefur hérlendis þegar kemur að tækniframförum í vinnslu og veiðum hafa orðið til úr einstöku samstarfi iðnaðar og sjávarútvegs. „Það er ljóst að án slíks samstarfs hefði sá árangur sem náðst hefur ekki verið mögulegur.Gestur Geirsson, framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja, tekur í sama streng.„Við teljum að í samstarfi við Völku munum við þróa fiskvinnsluna til enn frekari sjálfvirkni á næstu árum. Við erum að stíga stór skref inn í framtíðina og ætlum okkur að vera leiðandi í heiminum þegar kemur að framleiðslu á hágæða fiskafurðum fyrir kröfuhörðustu viðskiptavinina.“Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir samstarfið við Völku vera nýjustu birtingarmynd í stefnu fyrirtækisins um að vinna náið með íslenskum fyrirtækjum að tæknilausnum í sjávarútvegi.„Ég er mjög ánægður með útkomuna. Á síðustu árum hefur okkur tekist að skapa margar lausnir á ýmsum sviðum veiða og vinnslu í samstarfi við framsækin íslensk iðnfyrirtæki. Þær lausnir hafa síðan reynst arðbær útflutningsframleiðsla sem hefur verið seld um allan heim.“
Sjávarútvegur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira