NBA: Þrjú lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í nótt og aðeins eitt sæti er laust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108 NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108
NBA Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira