Innbrotum fækkað um 48 prósent á milli mánaða Elín Margrét Böðvarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 29. apríl 2018 13:04 Innbrotum fækkar á milli mánaða. Vísir Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli. Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 48 prósent færri tilkynningar um innbrot í heimahús í mars en í febrúar samkvæmt afbrotatölfræð fyrir marsmánuð. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að fækkunina megi rekja til þess að lögreglu tókst að hafa hendur í hári sjö manna hóps sem stundaði innbrot með skipulögðum hætti. Samkvæmt afbrotatölfræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem birt var í vikunni hefur innbrotum í heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu farið fækkandi milli mánaða. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir einkum einn þátt skýra þessa miklu fækkun. „Við náttúrlega sendum út tilkynningu þarna í janúarmánuði um aukningu á innbrotum inn á heimili frá því í desember. Þetta hélt áfram í janúar og svo fram í febrúar og það er í seinni hluta febrúar sem við handtökum þarna sjö menn. Þeir hafa virst eiga bróðurpartinn af þessum innbrotum og það í rauninni skýrir þessa fækkun sem var síðan í marsmánuði,” segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Þrír mannanna sem um ræðir voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hálfum mánuði síðan og er stefnt að því að þeir verði ákærðir að sögn Skúla. „Síðan voru þarna 4 til viðbótar. Sá yngsti 16 ára, það er búið að ljúka máli gagnvart honum og hann er farinn til síns heima. Svo eru tveir í farbanni og síðan sá sjöundi, Íslendingur sem var viðriðinn þessi mál,” segir Skúli. Þrátt fyrir að tekist hafi að uppræta umræddan hóp er þó áfram þónokkuð um innbrot í heimahús eins og gengur og gerist, en ekki með jafn skipulegum hætti. „Það er ekki verið að herja á okkur núna með þeim hætti en við þurfum náttúrlega að vera á varðbergi, það er ekki spurning. Þetta getur komið bara allt í einu einhverjir aðilar meðal annars til landsins frá öðrum löndum og farið að herja á okkur með viðlíka hætti og áður,” segir Skúli.
Lögreglumál Tengdar fréttir Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29 Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna innbrota Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag fjóra karla í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald en mennirnir eru í haldi í tengslum við hrinu innbrota á höfuðborgarsvæðinu. 16. mars 2018 17:29
Innbrot á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki verið fleiri í rúm fimm ár Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á innbrotunum miði vel og telur víst að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. 15. mars 2018 09:25
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald, eða til 17. apríl, á grundvelli síbrota að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 20. mars 2018 17:28