Fundu stærðarinnar fjöldagröf barna í Perú Samúel Karl Ólason skrifar 28. apríl 2018 21:51 Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Vísir/EPA Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum. Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Fornleifafræðingar hafa fundið 140 beinagrindur barna í fjöldagröf í Perú. Talið er að börnunum hafi verið fórnað í grimmilegri athöfn fyrir um 550 árum. Sömuleiðis fundust beinagrindur um 200 lamadýra. Fornleifafræðingar telja að trúarleiðtogar Chimu-veldisins hafi fórnað börnunum, sem voru fimm til fjórtán ára gömul, vegna mikilla flóða sem hafi orðið á svæðinu. Talið er að öllum börnunum, sem og dýrunum, hafi verið fórnað í einni athöfn á árunum 1400 til 1450. Líklegast er um stærstu barnafórn sem fundist hefur. Áður höfðu líkamsleifar 42 barna sem fórnað var af Astekum fundist í Mexíkó. Chimuveldið stjórnaði stóru svæði í Suður-Ameríku áður en Inkaveldið lagði það undir sig.Fornleifafræðingurinn John Verano, sem kom að uppgreftrinum, segir í samtali við National Geographic að hann hafi aldrei átt von á þessum fundi.Útlit er fyrir að hjörtu barnanna hafi verið fjarlægð.Vísir/EPAUppgröfturinn hefur staðið yfir í nokkur ár og árið 2011 fundust beinagrindur 42 barna og 76 lamadýra. Andlit barnanna voru þakin rauðum lit og voru brjósthol þeirra opnuð. Fornleifafræðingar telja það hafa verið gert svo hægt væri að fjarlægja úr þeim hjörtun. Beinagrindur þriggja fullorðinna aðila fundust einnig á svæðinu og virðist þau hafa dáið vegna höfuðhöggs. Talið er að þau hafi komið að athöfninni með einhverjum hætti. Fjöldagröfin fannst mjög nærri íbúðabyggð við strendur Kyrrahafsins eftir að íbúar létu fornleifafræðinga vita af beinagrindum í sandhólum nærri heimilum þeirra.Af hverju? Einn fornleifafræðingur segir alla þá sem hann hefur rætt við um fórnarathöfnina byrja á því að spyrja: Af hverju? Svarið við þeirri spurningu gæti fundist í jarðveginum sem líkin fundust í. Þau voru tiltölulega vel varðveitt í þykku leirlagi sem gefur í skyn að gífurleg rigning hafi verið á svæðinu. Þá rigningu væri hægt að rekja til veðurfyrirbrigðisins El Niño, sem tengist sjávarhitafrávikum í Kyrrahafinu og hefur áhrif á veðurfar víða um heim.Fornleifafræðingar á svæðinu rannsaka nú aðra staði þar sem svipaðar fórnarathafnir voru framkvæmdar og segja mögulegt að þessi fundur sé einungis toppurinn á ísjakanum.
Mexíkó Perú Suður-Ameríka Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent