Íslenski boltinn

Einar Karl: Djöfull var þetta sætt

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson. Vísir/Stefán
„Mér líður bara ótrúlega vel, mjög sætt að geta unnið þetta svona í endann í blálokin og fyrir framan stuðningsmennina, þetta verður ekki sætara,“ sagði Einar Karl Ingvarsson eftir leik Vals og KR á Origo vellinum á Hlíðarenda í Pepsi deild karla í kvöld.

Einar Karl lagði upp sigurmarkið fyrir Tobias Thomsen aðeins mínútu eftir að Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin í uppbótartíma.

„Það var svolítið svekkjandi að fá þetta mark á sig, en djöfull var þetta sætt að skora þetta og vinna 2-1. Sérstaklega á móti KR í fyrsta leik.“

Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á besta mögulega mátan og var Einar Karl að vonum mjög sáttur.

„Frábær vinnusigur hjá okkur. Gerðum þetta bara saman og þannig vinnast leikirnir.“

„Vil þakka stuðningsmönnunum fyrir frábæran stuðning og vil sjá stúkuna svona fulla aftur í næsta leik,“ sagði Einar Karl Ingvarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×