Umfjöllun og viðtöl: Víkingur 1-0 Fylkir | Engin fagurfræði í sigri Víkinga Þór Símon Hafþórsson í Víkinni skrifar 28. apríl 2018 21:30 Vísir/Andri Marinó Víkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik 1. umferðar Pepsi deildarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið. Víkingur byrjaði leikinn betur og á 23. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins er Nikolaj Hansen skoraði með fallegum skalla á markteig eftir hornspyrnu sem Alex Freyr tók. Víkingur fengu öll bestu færinn í fyrri hálfleik en eftir daprar 45 mínútur lifnaði skyndilega vel yfir þessu er Rick Ten Voorde lét verja hjá sér í dauðafæri og stuttu seinna átti Nikolaj Hansen skalla í stöngina. Víkingur barði því svo sannarlega fast á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks en staðan er flautað var til hlés var 1-0. Fylkir fengu nokkur ágætis færi í seinni hálfleik en satt að segja var fátt um fína drætti og voru gestirnir aldrei mjög líklegir til að jafna leikinn. Lokatölur, 1-0, Víkingum í vil.Afhverju vann Víkingur? Víkingur skoraði en ekki Fylkir. Þér kann að finnast það vera döpur rýni á leiknum og ég get alveg samþykkt það. Málið er einfaldlega að bæði lið voru afskaplega döpur og eina sem skildi á milli liðanna þannig var einfaldlega mark Nikolaj Hansen á 23. mínútu. Jú ég myndi segja að Víkingur hafi verið heilt yfir betra liðið en það munaði svo sannarlega ekki miklu. Ég get hinsvegar lofað ykkur því að Loga Ólafssyni og félögum í Víkingi gæti ekki verið meira sama. Þrjú stig í farteskið. Fyrir lið sem er víða spáð falli í sumar þá verður það ekki mikið betra.Hverjir stóðu upp úr?Halldór Smári og Gunnlaugur Fannar voru mjög góðir í hjarta varnarinnar hjá Víkingum og náðu að höndla allar fyrirgjafir Fylkis vel og þær voru svo sannarlega margar.Hvað gekk illa?Ég veit að völlurinn var lélegur en það afsakar samt ekki algjörlega hversu afleit knattspyrnan í dag var. Það var sól og sumar í stúkunni en spilamennskan stóð ekki undir því. Ég vona að við fáum að sjá betri spilamennsku hjá báðum liðum er þau komast í betri aðstæður en hér í dag.Hvað gerist næst? Fylkir mætir Stjörnunni í Mjólkurbikarnum á meðan Víkingur fær aðeins auðveldara verkefni í formi Reyni Sandgerði. Skyldusigur hjá Víkingum en erfitt verkefni fyrir Fylki. Logi Ólafsson: Þetta snérist ekki um fagurfræðiLogi Ólafssonvísir/stefán„Ánægjulegt að vinna leikinn og halda hreinu. Það lá vissulega svolítið á okkur í seinni hálfleik. Við höfum átt erfitt updráttar á undirbúningstímabilinu þannig það var gott að sjá að við getum unnið fótboltaleiki,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Fylki í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eða a.m.k. fyrir meðal áhorfandann. Logi tók ekki í sama streng. „Þetta var mjög mikið fyrir mitt auga. Þrjú stig. Halda markinu hreinu og skora eitt mark. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Logi en viðurkenndi að þetta var iðnaðarsigur og ekki sá fallegasti. „Ég geri mig fulla grein fyrir því að þessi leikur í dag snérist ekki um fagurfræði. Hann snérist um það að verjast og sýna hörku og vinnusemi.“ Helgi Sigurðsson: Þýðir ekkert að væla of lengi yfir þessu„Miðað við hvernig við komum inn í leikinn þá áttum við ekki mikið skilið en það var allt annar bragur á okkur í seinni hálfleik. Við vorum mun betra liðið í seinni hálfleik og hefðum átt að jafna en því miður gekk það ekki,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylki, eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann tók undir að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað en sagði völlinn hafi spilað þar inn í. „Enda voru erfiðar aðstæður. Við vissum alveg að þetta yrði ekki skemmtilegasti leikur helgarinnar á grasi sem er ekki tilbúið. En það var jafn slæmt fyrir bæði lið þannig maður notar það ekki sem afsökun,“ sagði Helgi en völlurinn var vægast sagt lélegur í dag. Hann segir að sumarið leggist vel í hann þrátt fyrir tap í fyrsta leik. „Hundfúllt að tapa í dag en það eru 21 leikur eftir og það þýðir ekkert að væla of lengi yfir þessu.“ Halldór Smári: Ég lúðraði boltanum bara fram„Ótrúlega sæt tilfinning. Það er auðvitað búið að spá okkur hinu og þessu. Svo vorum við ekki búnir að vinna Fylki í deildinni síðan ’93,“ sagði Halldór Smári, fyrirliði Víkings og maður leiksins, eftir sigur liðsins á Fylki nú í kvöld. Víkings völlurinn eða heimavöllur Hamingjunar eins og vallarþulurinn kallaði hann var alls ekki í sínu besta ásigkomulagi. „Eins og þú kannski sást þá lúðraði ég bara boltanum alltaf fram þegar ég fékk hann. Völlurinn bauð ekki upp á góða spilamennsku en vonandi mun hún bara batna og við getum þá sýnt hversu góðir við erum.“ Valur mætir á Víkingsvöllinn 8. maí næstkomandi og er ljóst að það verður erfitt fyrir Íslandsmeistaranna að spila sína bestu knattspyrnu verði völlurinn í svipuðu standi og í kvöld. „Við hlökkum til að taka á móti Völsurum hér. Þeir hafa örugglega ekki spilað á svona velli í dágóðan tíma.“ Pepsi Max-deild karla
Víkingur og Fylkir mættust á Víkingsvellinum í lokaleik 1. umferðar Pepsi deildarinnar. Víkingsvöllurinn var vægast sagt í lélegu ásigkomulagi og því var í raun ómögulegt að spila fallega knattspyrnu. Því fengum við leik sem var ekki mikið fyrir augað og þá er vægt til orða tekið. Víkingur byrjaði leikinn betur og á 23. mínútu kom fyrsta og eina mark leiksins er Nikolaj Hansen skoraði með fallegum skalla á markteig eftir hornspyrnu sem Alex Freyr tók. Víkingur fengu öll bestu færinn í fyrri hálfleik en eftir daprar 45 mínútur lifnaði skyndilega vel yfir þessu er Rick Ten Voorde lét verja hjá sér í dauðafæri og stuttu seinna átti Nikolaj Hansen skalla í stöngina. Víkingur barði því svo sannarlega fast á dyrnar undir lok fyrri hálfleiks en staðan er flautað var til hlés var 1-0. Fylkir fengu nokkur ágætis færi í seinni hálfleik en satt að segja var fátt um fína drætti og voru gestirnir aldrei mjög líklegir til að jafna leikinn. Lokatölur, 1-0, Víkingum í vil.Afhverju vann Víkingur? Víkingur skoraði en ekki Fylkir. Þér kann að finnast það vera döpur rýni á leiknum og ég get alveg samþykkt það. Málið er einfaldlega að bæði lið voru afskaplega döpur og eina sem skildi á milli liðanna þannig var einfaldlega mark Nikolaj Hansen á 23. mínútu. Jú ég myndi segja að Víkingur hafi verið heilt yfir betra liðið en það munaði svo sannarlega ekki miklu. Ég get hinsvegar lofað ykkur því að Loga Ólafssyni og félögum í Víkingi gæti ekki verið meira sama. Þrjú stig í farteskið. Fyrir lið sem er víða spáð falli í sumar þá verður það ekki mikið betra.Hverjir stóðu upp úr?Halldór Smári og Gunnlaugur Fannar voru mjög góðir í hjarta varnarinnar hjá Víkingum og náðu að höndla allar fyrirgjafir Fylkis vel og þær voru svo sannarlega margar.Hvað gekk illa?Ég veit að völlurinn var lélegur en það afsakar samt ekki algjörlega hversu afleit knattspyrnan í dag var. Það var sól og sumar í stúkunni en spilamennskan stóð ekki undir því. Ég vona að við fáum að sjá betri spilamennsku hjá báðum liðum er þau komast í betri aðstæður en hér í dag.Hvað gerist næst? Fylkir mætir Stjörnunni í Mjólkurbikarnum á meðan Víkingur fær aðeins auðveldara verkefni í formi Reyni Sandgerði. Skyldusigur hjá Víkingum en erfitt verkefni fyrir Fylki. Logi Ólafsson: Þetta snérist ekki um fagurfræðiLogi Ólafssonvísir/stefán„Ánægjulegt að vinna leikinn og halda hreinu. Það lá vissulega svolítið á okkur í seinni hálfleik. Við höfum átt erfitt updráttar á undirbúningstímabilinu þannig það var gott að sjá að við getum unnið fótboltaleiki,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir sigurinn á Fylki í kvöld. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað eða a.m.k. fyrir meðal áhorfandann. Logi tók ekki í sama streng. „Þetta var mjög mikið fyrir mitt auga. Þrjú stig. Halda markinu hreinu og skora eitt mark. Ég er bara mjög sáttur,“ sagði Logi en viðurkenndi að þetta var iðnaðarsigur og ekki sá fallegasti. „Ég geri mig fulla grein fyrir því að þessi leikur í dag snérist ekki um fagurfræði. Hann snérist um það að verjast og sýna hörku og vinnusemi.“ Helgi Sigurðsson: Þýðir ekkert að væla of lengi yfir þessu„Miðað við hvernig við komum inn í leikinn þá áttum við ekki mikið skilið en það var allt annar bragur á okkur í seinni hálfleik. Við vorum mun betra liðið í seinni hálfleik og hefðum átt að jafna en því miður gekk það ekki,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylki, eftir tap gegn Víkingum í kvöld. Hann tók undir að leikurinn hafi ekki verið mikið fyrir augað en sagði völlinn hafi spilað þar inn í. „Enda voru erfiðar aðstæður. Við vissum alveg að þetta yrði ekki skemmtilegasti leikur helgarinnar á grasi sem er ekki tilbúið. En það var jafn slæmt fyrir bæði lið þannig maður notar það ekki sem afsökun,“ sagði Helgi en völlurinn var vægast sagt lélegur í dag. Hann segir að sumarið leggist vel í hann þrátt fyrir tap í fyrsta leik. „Hundfúllt að tapa í dag en það eru 21 leikur eftir og það þýðir ekkert að væla of lengi yfir þessu.“ Halldór Smári: Ég lúðraði boltanum bara fram„Ótrúlega sæt tilfinning. Það er auðvitað búið að spá okkur hinu og þessu. Svo vorum við ekki búnir að vinna Fylki í deildinni síðan ’93,“ sagði Halldór Smári, fyrirliði Víkings og maður leiksins, eftir sigur liðsins á Fylki nú í kvöld. Víkings völlurinn eða heimavöllur Hamingjunar eins og vallarþulurinn kallaði hann var alls ekki í sínu besta ásigkomulagi. „Eins og þú kannski sást þá lúðraði ég bara boltanum alltaf fram þegar ég fékk hann. Völlurinn bauð ekki upp á góða spilamennsku en vonandi mun hún bara batna og við getum þá sýnt hversu góðir við erum.“ Valur mætir á Víkingsvöllinn 8. maí næstkomandi og er ljóst að það verður erfitt fyrir Íslandsmeistaranna að spila sína bestu knattspyrnu verði völlurinn í svipuðu standi og í kvöld. „Við hlökkum til að taka á móti Völsurum hér. Þeir hafa örugglega ekki spilað á svona velli í dágóðan tíma.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti