Upphitun: Þegar að Sigurbjörn og Salih Heimir söltuðu KR-inga fyrir 21 ári | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 12:00 Salih Heimir Porca skorar úr aukaspyrnunni. Reykjavíkurstórveldin Valur og KR mætast í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en óhætt er að segja að flautað verður til leiks á Íslandsmótinu með látum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.30. Allir leikir umferðarinnar verða svo gerðir upp í Pepsi-mörkunum á sunnudagskvöldið. Valur og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda sigursælustu félög Íslandsmótsins; KR með 26 Íslandsmeistaratitla og Valur með 21 eftir sigurinn síðasta haustEngin smá nöfn á blaði í þessum leik.ksíDapurt sumar beggja liða Undir lok síðasta áratugs síðustu aldar virtist bara tímaspursmál hvenær Valur myndi falla niður um deild og niður fór liðið 1999 sama ár og KR varð meistari eftir langa bið. Valsmenn voru í fallbaráttunni sumarið 1997 en KR var með lið sem átti að verða meistari. Valsmenn voru í fallbaráttunni en héldu sæti sínu. KR olli gríðarlegum vonbrigðum með stjörnum prýtt lið og hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust í fjórðu umferðinni sumarið 1997 en bæði lið höfðu farið illa af stað. Valur tapaði fyrir Leiftri, 5-0, í þriðju umferðinni en KR svaraði fyrir slæma byrjun í fyrstu tveimur umferðunum og vann Skallagrím, 4-0, í þriðju umferð. Gamli Valsvöllurinn var stappaður 29. maí 1997 þegar að KR-ingar komu í heimsókn en fæstir bjuggust við neinu öðru en sigri KR-inga. Annað kom á daginn því Valsliðið vann óvæntan 3-1 sigur.Sigurður Örn Grétarsson fagnaði sigri en var rekinn síðar um sumarið.Glæsileg mörk Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er aðstoðarþjálfari Vals í dag, skoraði fyrsta markið og Salih Heimir Porca bætti við öðru markinu á 32. mínútu. Staðan 2-0 í hálfleik og ekkert gekk hjá KR. Einar Þór Daníelsson og Heimir Guðjónsson nældu sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Markið hjá Salih Heimi í fyrri hálfleik var afskaplega fallegt, beint úr aukaspyrnu. KR-ingar reyndu að setja mann í fjærhornið þannig að Kristján Finnbogason gæti einbeitt sér að markmannshorninu en það dugði ekki til. Sigþór Júlíusson, sem glímdi lengi við ákveðinn sentimetraskort, náði ekki upp í slá þegar að spyrnan kom. Sigþór var tekinn af velli á 63. mínútu í seinni hálfleik og inn á kom Andri Sigþórsson sem var þá kominn heim eftir dvöl hjá Bayern München. Hann minnkaði muninn á 73. mínútu en sex mínútum síðar innsiglaði Salih Heimir sigur Valsmanna með öðru glæsilegu marki. Lokatölur, 3-1Magnús Gylfason var aðstoðarþjálfari KR en hann tók við liðinu sex árum síðar.Báðir reknir Sigurinn hafði áhrif á stöðu Lúkasar Kostic sem þjálfara KR. Hann gerði markalaust jafntefli við Leiftur í næstu umferð og var svo rekinn. Liðið var aðeins með fimm stig af fimmtán mögulegum eftir fimm leiki. Lúkas, sem mætti ekki í viðtal eftir leikinn heldur sendi aðstoðarmann sinn, Magnús Gylfason, var látinn fara og við tók Haraldur Haraldsson. Hvorugur þjálfarinn í þessum leik átti eftir að halda starfi sínu því að Sigurður Grétarsson var rekinn eftir jafntefli á móti nýliðum Skallagríms í 11. umferðinni og Þorlákur Árnason ráðinn. Þorlákur hélt liðinu uppi en það fór svo niður tveimur árum síðar. Allt það helsta úr þessum skemmtilega leik í lýsingu Guðjóns Guðmundssonar má sjá í spilaranum hér að neðan auk viðtala við Sigurð Grétarsson og Magnús Gylfason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjö mánaða bið á enda Pepsi-deildin fer af stað í kvöld eftir sjö mánaða undirbúningstímabil. Loksins, loksins segja margir en tveir leikir eru á dagskránni í kvöld. 27. apríl 2018 06:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Valsmenn frumsýndu treyju tileinkaða séra Friðriki Valur frumsýndi í dag nýja og sérhannaða treyju fyrir sumarið 2018. 26. apríl 2018 14:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Reykjavíkurstórveldin Valur og KR mætast í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla en óhætt er að segja að flautað verður til leiks á Íslandsmótinu með látum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.30. Allir leikir umferðarinnar verða svo gerðir upp í Pepsi-mörkunum á sunnudagskvöldið. Valur og KR hafa marga hildina háð í gegnum tíðina enda sigursælustu félög Íslandsmótsins; KR með 26 Íslandsmeistaratitla og Valur með 21 eftir sigurinn síðasta haustEngin smá nöfn á blaði í þessum leik.ksíDapurt sumar beggja liða Undir lok síðasta áratugs síðustu aldar virtist bara tímaspursmál hvenær Valur myndi falla niður um deild og niður fór liðið 1999 sama ár og KR varð meistari eftir langa bið. Valsmenn voru í fallbaráttunni sumarið 1997 en KR var með lið sem átti að verða meistari. Valsmenn voru í fallbaráttunni en héldu sæti sínu. KR olli gríðarlegum vonbrigðum með stjörnum prýtt lið og hafnaði í fimmta sæti. Liðin mættust í fjórðu umferðinni sumarið 1997 en bæði lið höfðu farið illa af stað. Valur tapaði fyrir Leiftri, 5-0, í þriðju umferðinni en KR svaraði fyrir slæma byrjun í fyrstu tveimur umferðunum og vann Skallagrím, 4-0, í þriðju umferð. Gamli Valsvöllurinn var stappaður 29. maí 1997 þegar að KR-ingar komu í heimsókn en fæstir bjuggust við neinu öðru en sigri KR-inga. Annað kom á daginn því Valsliðið vann óvæntan 3-1 sigur.Sigurður Örn Grétarsson fagnaði sigri en var rekinn síðar um sumarið.Glæsileg mörk Sigurbjörn Hreiðarsson, sem er aðstoðarþjálfari Vals í dag, skoraði fyrsta markið og Salih Heimir Porca bætti við öðru markinu á 32. mínútu. Staðan 2-0 í hálfleik og ekkert gekk hjá KR. Einar Þór Daníelsson og Heimir Guðjónsson nældu sér í gult spjald í fyrri hálfleik. Markið hjá Salih Heimi í fyrri hálfleik var afskaplega fallegt, beint úr aukaspyrnu. KR-ingar reyndu að setja mann í fjærhornið þannig að Kristján Finnbogason gæti einbeitt sér að markmannshorninu en það dugði ekki til. Sigþór Júlíusson, sem glímdi lengi við ákveðinn sentimetraskort, náði ekki upp í slá þegar að spyrnan kom. Sigþór var tekinn af velli á 63. mínútu í seinni hálfleik og inn á kom Andri Sigþórsson sem var þá kominn heim eftir dvöl hjá Bayern München. Hann minnkaði muninn á 73. mínútu en sex mínútum síðar innsiglaði Salih Heimir sigur Valsmanna með öðru glæsilegu marki. Lokatölur, 3-1Magnús Gylfason var aðstoðarþjálfari KR en hann tók við liðinu sex árum síðar.Báðir reknir Sigurinn hafði áhrif á stöðu Lúkasar Kostic sem þjálfara KR. Hann gerði markalaust jafntefli við Leiftur í næstu umferð og var svo rekinn. Liðið var aðeins með fimm stig af fimmtán mögulegum eftir fimm leiki. Lúkas, sem mætti ekki í viðtal eftir leikinn heldur sendi aðstoðarmann sinn, Magnús Gylfason, var látinn fara og við tók Haraldur Haraldsson. Hvorugur þjálfarinn í þessum leik átti eftir að halda starfi sínu því að Sigurður Grétarsson var rekinn eftir jafntefli á móti nýliðum Skallagríms í 11. umferðinni og Þorlákur Árnason ráðinn. Þorlákur hélt liðinu uppi en það fór svo niður tveimur árum síðar. Allt það helsta úr þessum skemmtilega leik í lýsingu Guðjóns Guðmundssonar má sjá í spilaranum hér að neðan auk viðtala við Sigurð Grétarsson og Magnús Gylfason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjö mánaða bið á enda Pepsi-deildin fer af stað í kvöld eftir sjö mánaða undirbúningstímabil. Loksins, loksins segja margir en tveir leikir eru á dagskránni í kvöld. 27. apríl 2018 06:00 Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Valsmenn frumsýndu treyju tileinkaða séra Friðriki Valur frumsýndi í dag nýja og sérhannaða treyju fyrir sumarið 2018. 26. apríl 2018 14:00 Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Sjö mánaða bið á enda Pepsi-deildin fer af stað í kvöld eftir sjö mánaða undirbúningstímabil. Loksins, loksins segja margir en tveir leikir eru á dagskránni í kvöld. 27. apríl 2018 06:00
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00
Valsmenn frumsýndu treyju tileinkaða séra Friðriki Valur frumsýndi í dag nýja og sérhannaða treyju fyrir sumarið 2018. 26. apríl 2018 14:00