Sagði sykursýki stríð á hendur Elín Albertsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:00 Fanney Sizemore hefur mörg áhugamál sem tengjast einnig störfum hennar sem leikmunavörður, myndskreytir og grafískur hönnuður. Vísir/eyþór Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður í Borgarleikhúsinu, ákvað að taka mataræði sitt í gegn þegar hún greindist með sykursýki 2. Hún hefur náð ótrúlegum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn. Á milli þess sem Fanney fylgist með æfingum í Borgarleikhúsinu og finnur til alls kyns leikmuni fyrir sýningar situr hún við áhugamál sitt sem er myndskreytingar. Það hefur verið nóg að gera í vetur hjá henni, til dæmis við uppsetningu á sýningunni Rocky Horror þar sem stjarna Páls Óskars skín skært. Leikmunadeildin þarf alltaf að vera til taks en nú horfir Fanney fram á rólegri daga og tiltekt. Allar frumsýningar eru búnar í vetur og þess vegna þarf að huga að næsta sýningarári. „Það var eiginlega tilviljun að ég datt inn í þetta starf,“ segir hún þegar við spyrjum um áhugasvið hennar innan leikhússins. „Ég er lærður grafískur hönnuður og myndskreytir og var að vinna sjálfstætt. Meðfram því vann ég í móttökunni í Borgarleikhúsinu sem æxlaðist í að ég var beðin að taka að mér fleiri störf eins og að hvísla. Mér fannst skemmtilegt að vinna í leikhúsinu og datt í hug að sækja um í leikmunadeildinni þegar þar losnaði starf. Ég sé ekki eftir því, hef verið hér í þrjú ár og finnst alltaf jafn gaman í vinnunni,“ segir hún.Plakathönnun í Póllandi Fyrir utan starfið hefur Fanney einstaklega gaman af því að ferðast um heiminn. Hún segist eingöngu ferðast ódýrt en það var þó ekki þess vegna sem hún valdi að mennta sig í myndskreytingum í Póllandi. „Reyndar var það pólsk plakathönnun sem heillaði mig mikið. Fyrst lærði ég pólsku þar sem námið fór fram á því tungumáli og síðan fór ég í master í pólskri plakathönnun en þá kom hrunið á Íslandi og ég hætti náminu,“ segir Fanney. Þótt það hafi verið ódýrt og gott að búa í Kraká hafði fall krónunnar mikil áhrif á námsmanninn. „Það var dásamlegt að vera í Póllandi og ég hefði getað hugsað mér að vera lengur,“ segir hún.Ólíkar orgelpípur Fanney hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndskreytingum. Hún dvaldi um tíma í Berlín þar sem hún starfaði við fagið. „Ég hef alltaf haft áhuga á að vinna með myndskreytingar frekar en ljósmyndir þegar ég vinn með verkefni í grafískri hönnun,“ segir Fanney sem hefur teiknað mörg geisladiskaalbúm og bókarkápur. Fanney myndskreytti barnabókina Lítil saga úr orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur en Michael Jón Clarke gerði tónlistina. Með bókinni fylgir geisladiskur en sögumaður á honum er Bergþór Pálsson. Sagan gerist í orgelhúsi þar sem orgelpípurnar búa en þær eru mismunandi að stærð, útliti og hljómi. Bókin hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. „Við frumsýndum þetta fyrst sem tónlistarverk á Barnamenningarhátíð fyrir þremur árum í Fella- og Hólakirkju. Síðan ferðuðumst við víða um landið með sýninguna og fengum frábær viðbrögð. Myndunum var þá brugðið upp á tjald og Bergþór sagði söguna. Eftir að þetta varð bók og geisladiskur var okkur boðið á orgelhátíð í Svíþjóð til að kynna verkefnið og síðan fór Guðný með verkið til Danmerkur og sýndi orgelnemum í Kaupmannahöfn það. Í september var okkur síðan boðið að koma til Bretlands þar sem við komum fram í Pálskirkjunni í London og um daginn sýndum við á Barnamenningarhátíð í Hallgrímskirkju á íslensku og ensku. Núna er búið að útbúa handritið á fimm tungumálum þannig að þetta verkefni hefur undið upp á sig. Krakkar hafa mjög gaman af þessu enda er sagan mikið ævintýri. Segir frá því hvað við erum öll mikilvæg þótt við séum ólík. Sjálf lærði ég fullt um orgelpípur í gegnum söguna,“ segir Fanney. Það kennir ýmissa grasa í leikmunadeild Borgarleikhússins þar sem Fanney starfar.Vísir/eyþórÞreyta og þorsti Í byrjun ágúst í fyrra greindist Fanney með sykursýki 2. Hún áttaði sig ekki sjálf á sjúkdómnum jafnvel þótt hann væri í báðum ættum hennar. Fanney var því í áhættuhópi að fá sjúkdóminn. „Ég reykti pakka á dag, var alltaf þyrst og þreytt. Þótt ég væri ekki að borða endalaust eitthvað óhollt var ég samt of þung. Það kom flatt upp á marga að ég hefði greinst með þennan sjúkdóm. Eftir að ég greindist áttaði ég mig fyrst á orkuleysi og endalausum þorsta sem hrjáði mig en það eru skýr skilaboð um sykursýki. Ég fékk lyf til að halda blóðsykrinum niðri auk þess sem mér var sagt að passa upp á mataræðið. Þetta fékk mig til að endurskoða líf mitt. Ég hætti að reykja og fór að borða morgunmat sem ég hafði aldrei gert. Núna þarf ég að borða minna í einu og oftar til að halda blóðsykrinum eðlilegum. Ég má helst ekki borða sykur þótt ég stelist einstaka sinnum til þess,“ segir hún.Sjö kíló farin Fanney hefur lengi stundað dansæfingar, sérstaklega Lindy Hop en fór að hreyfa sig enn meira eftir að hún greindist. „Maður þarf helst að ná púlsinum upp hálftíma á dag. Ég fór til læknis um daginn í fyrsta skipti eftir að ég greindist og hann varð furðu lostinn yfir árangrinum hjá mér. Blóðsykurinn hafði lækkað mjög mikið og ég hafði misst sjö kíló. Eiginlega fóru kílóin af mér án þess að ég fyndi fyrir því. Kötturinn minn er sjö kíló og mér fannst merkilegt að hugsa um að ég hefði létt mig um heilan kött eða sjö lítra af mjólk. Ég er útskrifuð frá göngudeildinni og mér var sagt að ef ég næði fimm kílóum af mér í viðbót og héldi áfram sama lífsstíl gæti ég hugsanlega losnað við lyfin. Hreyfing og mataræði skiptir öllu máli. Ég finn hvað mér líður miklu betur en áður og mun halda áfram á sömu braut. Það er ótrúlegt hversu líðan manns breytist mikið með breyttu lífsmunstri,“ segir Fanney og bendir á að það sé mjög lítið mál að láta mæla blóðsykur á næstu heilsugæslu ef fólk hefur merki um sykursýki, til dæmis mikla þreytu og þorsta. „Ég upplifði mig aldrei sem einhvern sjúkling en ég finn núna hvað mér líður miklu betur,“ segir Fanney sem verður 35 ára á sunnudaginn.Dans og stepp Lindy Hop dans sem Fanney hefur stundað í mörg ár er nokkurs konar swing-dans undir swing-, blues-, og djasstónlist. „Ég fer á öll námskeið í Lindy Hop sem ég kemst á, bæði hér á landi og erlendis. Við dönsum í Petersen svítunni á miðvikudagskvöldum en í þessum dansi þarf engan dansherra. Allir dansa saman. Einnig er ég á steppnámskeiði og dansa jallabina hjá World Class. Ég stunda eingöngu þá hreyfingu sem mér finnst vera áhugaverð. Líkamsrækt og hreyfnig þarf alls ekki að vera leiðinleg,“ segir Fanney. „Þegar ég fer til útlanda leita ég uppi staði sem bjóða þessa dansa og þá hittir maður fullt af skemmtilegu fólki,“ segir hún en Fanney er á leið til London þar sem hún ætlar að skoða Harry Potter stúdíóið. „Í sumar ætla ég að ferðast um Pólland, Tékkland, Austurríki og Þýskaland,“ segir hún. Fanney segir að það sé auðvelt að henda sér í ferðalög á meðan hún er ekki með fjölskyldu. „Ferðalög eru eitt af áhugamálum mínum og ég reyni að komast ódýrt út í heim. Ég hef ekki enn farið á framandi slóðir en stefni á það í framtíðinni.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunavörður í Borgarleikhúsinu, ákvað að taka mataræði sitt í gegn þegar hún greindist með sykursýki 2. Hún hefur náð ótrúlegum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn. Á milli þess sem Fanney fylgist með æfingum í Borgarleikhúsinu og finnur til alls kyns leikmuni fyrir sýningar situr hún við áhugamál sitt sem er myndskreytingar. Það hefur verið nóg að gera í vetur hjá henni, til dæmis við uppsetningu á sýningunni Rocky Horror þar sem stjarna Páls Óskars skín skært. Leikmunadeildin þarf alltaf að vera til taks en nú horfir Fanney fram á rólegri daga og tiltekt. Allar frumsýningar eru búnar í vetur og þess vegna þarf að huga að næsta sýningarári. „Það var eiginlega tilviljun að ég datt inn í þetta starf,“ segir hún þegar við spyrjum um áhugasvið hennar innan leikhússins. „Ég er lærður grafískur hönnuður og myndskreytir og var að vinna sjálfstætt. Meðfram því vann ég í móttökunni í Borgarleikhúsinu sem æxlaðist í að ég var beðin að taka að mér fleiri störf eins og að hvísla. Mér fannst skemmtilegt að vinna í leikhúsinu og datt í hug að sækja um í leikmunadeildinni þegar þar losnaði starf. Ég sé ekki eftir því, hef verið hér í þrjú ár og finnst alltaf jafn gaman í vinnunni,“ segir hún.Plakathönnun í Póllandi Fyrir utan starfið hefur Fanney einstaklega gaman af því að ferðast um heiminn. Hún segist eingöngu ferðast ódýrt en það var þó ekki þess vegna sem hún valdi að mennta sig í myndskreytingum í Póllandi. „Reyndar var það pólsk plakathönnun sem heillaði mig mikið. Fyrst lærði ég pólsku þar sem námið fór fram á því tungumáli og síðan fór ég í master í pólskri plakathönnun en þá kom hrunið á Íslandi og ég hætti náminu,“ segir Fanney. Þótt það hafi verið ódýrt og gott að búa í Kraká hafði fall krónunnar mikil áhrif á námsmanninn. „Það var dásamlegt að vera í Póllandi og ég hefði getað hugsað mér að vera lengur,“ segir hún.Ólíkar orgelpípur Fanney hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndskreytingum. Hún dvaldi um tíma í Berlín þar sem hún starfaði við fagið. „Ég hef alltaf haft áhuga á að vinna með myndskreytingar frekar en ljósmyndir þegar ég vinn með verkefni í grafískri hönnun,“ segir Fanney sem hefur teiknað mörg geisladiskaalbúm og bókarkápur. Fanney myndskreytti barnabókina Lítil saga úr orgelhúsi eftir Guðnýju Einarsdóttur en Michael Jón Clarke gerði tónlistina. Með bókinni fylgir geisladiskur en sögumaður á honum er Bergþór Pálsson. Sagan gerist í orgelhúsi þar sem orgelpípurnar búa en þær eru mismunandi að stærð, útliti og hljómi. Bókin hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. „Við frumsýndum þetta fyrst sem tónlistarverk á Barnamenningarhátíð fyrir þremur árum í Fella- og Hólakirkju. Síðan ferðuðumst við víða um landið með sýninguna og fengum frábær viðbrögð. Myndunum var þá brugðið upp á tjald og Bergþór sagði söguna. Eftir að þetta varð bók og geisladiskur var okkur boðið á orgelhátíð í Svíþjóð til að kynna verkefnið og síðan fór Guðný með verkið til Danmerkur og sýndi orgelnemum í Kaupmannahöfn það. Í september var okkur síðan boðið að koma til Bretlands þar sem við komum fram í Pálskirkjunni í London og um daginn sýndum við á Barnamenningarhátíð í Hallgrímskirkju á íslensku og ensku. Núna er búið að útbúa handritið á fimm tungumálum þannig að þetta verkefni hefur undið upp á sig. Krakkar hafa mjög gaman af þessu enda er sagan mikið ævintýri. Segir frá því hvað við erum öll mikilvæg þótt við séum ólík. Sjálf lærði ég fullt um orgelpípur í gegnum söguna,“ segir Fanney. Það kennir ýmissa grasa í leikmunadeild Borgarleikhússins þar sem Fanney starfar.Vísir/eyþórÞreyta og þorsti Í byrjun ágúst í fyrra greindist Fanney með sykursýki 2. Hún áttaði sig ekki sjálf á sjúkdómnum jafnvel þótt hann væri í báðum ættum hennar. Fanney var því í áhættuhópi að fá sjúkdóminn. „Ég reykti pakka á dag, var alltaf þyrst og þreytt. Þótt ég væri ekki að borða endalaust eitthvað óhollt var ég samt of þung. Það kom flatt upp á marga að ég hefði greinst með þennan sjúkdóm. Eftir að ég greindist áttaði ég mig fyrst á orkuleysi og endalausum þorsta sem hrjáði mig en það eru skýr skilaboð um sykursýki. Ég fékk lyf til að halda blóðsykrinum niðri auk þess sem mér var sagt að passa upp á mataræðið. Þetta fékk mig til að endurskoða líf mitt. Ég hætti að reykja og fór að borða morgunmat sem ég hafði aldrei gert. Núna þarf ég að borða minna í einu og oftar til að halda blóðsykrinum eðlilegum. Ég má helst ekki borða sykur þótt ég stelist einstaka sinnum til þess,“ segir hún.Sjö kíló farin Fanney hefur lengi stundað dansæfingar, sérstaklega Lindy Hop en fór að hreyfa sig enn meira eftir að hún greindist. „Maður þarf helst að ná púlsinum upp hálftíma á dag. Ég fór til læknis um daginn í fyrsta skipti eftir að ég greindist og hann varð furðu lostinn yfir árangrinum hjá mér. Blóðsykurinn hafði lækkað mjög mikið og ég hafði misst sjö kíló. Eiginlega fóru kílóin af mér án þess að ég fyndi fyrir því. Kötturinn minn er sjö kíló og mér fannst merkilegt að hugsa um að ég hefði létt mig um heilan kött eða sjö lítra af mjólk. Ég er útskrifuð frá göngudeildinni og mér var sagt að ef ég næði fimm kílóum af mér í viðbót og héldi áfram sama lífsstíl gæti ég hugsanlega losnað við lyfin. Hreyfing og mataræði skiptir öllu máli. Ég finn hvað mér líður miklu betur en áður og mun halda áfram á sömu braut. Það er ótrúlegt hversu líðan manns breytist mikið með breyttu lífsmunstri,“ segir Fanney og bendir á að það sé mjög lítið mál að láta mæla blóðsykur á næstu heilsugæslu ef fólk hefur merki um sykursýki, til dæmis mikla þreytu og þorsta. „Ég upplifði mig aldrei sem einhvern sjúkling en ég finn núna hvað mér líður miklu betur,“ segir Fanney sem verður 35 ára á sunnudaginn.Dans og stepp Lindy Hop dans sem Fanney hefur stundað í mörg ár er nokkurs konar swing-dans undir swing-, blues-, og djasstónlist. „Ég fer á öll námskeið í Lindy Hop sem ég kemst á, bæði hér á landi og erlendis. Við dönsum í Petersen svítunni á miðvikudagskvöldum en í þessum dansi þarf engan dansherra. Allir dansa saman. Einnig er ég á steppnámskeiði og dansa jallabina hjá World Class. Ég stunda eingöngu þá hreyfingu sem mér finnst vera áhugaverð. Líkamsrækt og hreyfnig þarf alls ekki að vera leiðinleg,“ segir Fanney. „Þegar ég fer til útlanda leita ég uppi staði sem bjóða þessa dansa og þá hittir maður fullt af skemmtilegu fólki,“ segir hún en Fanney er á leið til London þar sem hún ætlar að skoða Harry Potter stúdíóið. „Í sumar ætla ég að ferðast um Pólland, Tékkland, Austurríki og Þýskaland,“ segir hún. Fanney segir að það sé auðvelt að henda sér í ferðalög á meðan hún er ekki með fjölskyldu. „Ferðalög eru eitt af áhugamálum mínum og ég reyni að komast ódýrt út í heim. Ég hef ekki enn farið á framandi slóðir en stefni á það í framtíðinni.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira