Breytt mynd Skálmaldar í Bretlandstúr Benedikt Bóas skrifar 27. apríl 2018 05:57 Skálmöld í öllu sínu veldi en nú vantar tvo í túrinn, þá Gunna Ben og Baldur. Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Helga er búin að leysa Gunnar af hólmi tvisvar áður en þetta er fyrsti túr Einars. Við fengum hugmyndina um að fá Einar á miklum neyðarfundi þegar í ljós kom að Baldur og frú ættu von á sér og hann sagði nánast já áður en við spurðum hann,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassafantur Skálmaldar, en hljómsveitin er nú stödd í Bretlandi þar sem hún mun troða upp á fimm tónleikum á fimm dögum. Hljómsveitin kom fram á The Fiddlers í Bristol í gær, heldur svo til Manchester í dag og verður í Dublin á morgun. Einar er einn fremsti gítar leikari landsins og getur brugðið sér í hvaða líki sem er á sviðinu. Og nú er komið að því að reima á sig metalskóna. „Ég sagði já strax og ég var spurður. Þurfti nánast ekkert að hugsa mig um. Þetta verður stuð og mig hefur lengi langað til að spila þungarokk aftur enda hljómar það dásamlega í mínum eyrum, það var mín fyrsta ást – mín eina í svo langan tíma,“ segir Einar fullur tilhlökkunar. „Þegar maður kynntist þessum ofsalegu böndum sem gáfu út nýjar plötur á sínum tíma, Iron Maiden, Judas Priest, Dio, Metallica, át ég þetta allt upp. Á tímabili var ekkert nógu þungt fyrir mig. Mér fannst Slayer meira að segja vera of léttir,“ segir Einar. Skálmeldingar eftir lokaæfingu fyrir túrinn til Bretlands. Frá v.: Björgvin, Snæbjörn, Einar, Jón Geir, Helga og Þráinn Árni.Snæbjörn segir að það sé erfitt að fara í þungarokksskó Baldurs, þeir séu ansi stórir. „Ef einhver getur það þá er það Einar. Við ákváðum að athuga hvort hann væri laus eða hvort hann hefði hug á að gera þetta og náðum varla að spyrja áður en hann var búinn að segja já.“ Skálmöld er nýbúin að taka upp plötu en Snæbjörn segir að engin ný lög verði á rokkmatseðlinum í Bretlandi. „Sú plata kemur í september vonandi og við trúlega tísum smá með Sinfóníuhljómsveitinni en þar fyrir utan þá verður ekkert.“Tónleikar SkálmaldarManchesterRebellion 7. aprílDublinVoodoo Lounge 8. aprílBelfastLimelight 29. aprílGlasgowAudio 30. aprílNottinghamRescue Room 1. maí
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sjá meira
Seldist upp á 12 mínútum Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa. 4. apríl 2018 06:00