Vorið breiðist út um Kóreuskagann Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 05:03 Það var hátíðleg og söguleg stund þegar leiðtogar ríkjanna tókust í hendur á afvopnaðasvæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu. Vísir/getty Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian. Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Kim Jong-un gekk yfir landamærin til grannríkisins Suður-Kóreu í nótt. Með því varð hann fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem stígur fæti á suður-kóreska grundu síðan árið 1953, þegar ríkin tvö undirrituðu vopnahlé í Kóreustríðinu. Á afvopnaða svæðinu á landamærum ríkjanna tók hann í hönd forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, áður en hann fékk forsetann til að stíga með sér í stundarkorn aftur yfir landamærin til Norður-Kóreu. Því næst gengu þeir saman hlið við hlið í átt til sameiginlegs fundar, þar sem samskipti ríkjanna og kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu verður rædd. Eftir að leiðtogarnir voru sestir niður til morgunfundar með sendinefndum sínum ávörpuðu þeir blaðamenn stuttlega. Kim sagðist vonast eftir hreinskilnum samræðum um málefni líðandi stundar og vonast hann til þess að niðurstöður fundarins verði farsælar. „Ég vona að ég geti skrifað nýjan kafla í sögu okkar, þetta er nýtt upphaf fyrir okkur,“ sagði Kim. „Það hefur tekið 11 ár að koma þessum fundi um kring. Þegar ég gekk hér í dag velti ég því fyrir mér af hverju það hafi tekið svo langan tíma.“Leiðtogarnir töluðu við blaðamenn áður en þeir hófu morgunfund sinn.Vísir/epaÞá sagði Kim að hann vonaðist til þess að því sem samþykkt væri á fundinum yrði fylgt eftir. „Ég vona að við getum staðið undir þeim væntingum sem aðrir gera til okkar,“ sagði Kim og bætti við „Ég vona að þessir samningar uppfylli þessar miklu væntingar.“ Moon sagðist jafnframt vona að heimurinn fyldist með „vorinu sem breiddist út um Kóreuskagann. Það hvílir mikil ábyrgð á okkar herðum. Heimsbyggðin hefur miklar væntingar,“ sagði Moon. „Heimsókn þín gerir afvopnaða svæðið að merki friðar, ekki aðskilnaðar. Ég þakka þér innilega fyrir hugrekki þinn. Samtal okkar í dag verður að vera hreinskilið. Við munum loksins eiga samtalið sem við höfum ekki átt síðastliðinn áratug,“ sagði Moon og beindi orðum sínum að Kim.Kaldar núðlur og svefnfriður Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið hinn hátíðlegasti sást einnig glitta í mannlegu hlið norður-kóreska leiðtogans. Kim opinberaði til að mynda að hann hafi komið með kaldan núðlurétt frá Pjongjang til fundarins og sagðist hann vona að Moon kynni að meta norður-kóreskar núðlur. Um fátt er meira talað á suður-kóreskum samfélagsmiðlum en einmitt þessar köldu núðlur. Þá baðst Kim jafnframt afsökunar á því að hafa vakið Moon með kjarnorkutilraunum sínum á síðast ári.Fylgjast má með framvindu dagsins á vef Guardian.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16 Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Sjá meira
Söguleg stund á Kóreuskaganum á morgun Kim Jong-un mun á föstudaginn næstkomandi verða fyrsti leiðtogi Norður-Kóreu sem farið hefur yfir landamæri ríkisins í suðri frá því að Kóreustríðinu lauk óformlega árið 1953. 26. apríl 2018 07:16
Dularfullur Kim undir smásjá bandarískra spæjara Sagður afar "klár gaur“ sem hefur undirbúið sig vel fyrir fundinn með Donald Trump. 26. apríl 2018 08:32
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59