Steinunn: Höfðum alltaf trú á því að við yrðum Íslandsmeistarar Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:03 Steinunn himinlifandi í kvöld, fremst í flokki. vísir/vilhelm Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar er Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð í kvöld. Steinunn var frábær í leiknum í kvöld og var himinlifandi við sinn árangur og sigurinn í kvöld. „Geðveik úrslitakeppni, geggjað einvígi, geggjuð spenna og gaman að klára þetta á heimavelli.“ „Okkur langaði þetta svo virkilega mikið. Þetta hafa verið baráttuleikir fram og tilbaka áhlaup frá báðum liðum. Okkar áhlaup kom á lokakaflanum í dag og það skilaði okkur sigrinum,“ sagði Steinunn en Fram átti frábæran lokakafla í kvöld þegar þær snéru leiknum úr 16-19 í 26-22. Það er langt síðan það hefur verið jafn mikil stemning á leik í Olís-deild kvenna og var í kvöld. Mikil læti voru í stuðningsmönnum beggja liða allt frá fyrstu mínútu og var vel mætt. „Þetta var ótrúlegur stuðningur og ég verð að hrósa Völsurum, þessi hópur hjá þeim var sturlað skemmtilegur. Þeir voru ekkert dónalegir, voru bara skemmtilegir og það má vel taka þá til fyrirmyndar. Framararnir voru frábærir líka, voru miklu fjölmennari en Valsmenn og létu vel í sér heyra.” „Þetta er svo ógeðslega skemmtilegt, ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja,“ sagði Steinunn sem átti erfitt með að lýsa tilfinningum sínum, en gleðin var allsráðandi hjá henni. Fram byrjaði mótið rólega en eftir áramót fór að myndast það ógna sterka lið sem hópurinn hafði uppá að bjóða. Steinunn sagði að leikmenn hefðu alltaf haft trú á þessum hópi þrátt fyrir að hafa misst lykilleikmenn í meiðsli. „Við höfðum alltaf trú á því að við myndum klára þetta mót en eftir að við endurheimtum liðið okkar allt til baka þá fór þetta að gerast,“ sagði Steinunn sem þurfti að lokum að hlaupa frá til að taka við verðlaunum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36 Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00 Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Fram-stúlkur brutu bikarinn │ Myndasyrpa Fram varð Íslandsmeistari í 22. sinn í kvöld er liðið lagði Val að velli í fjórða leik liðanna í úrslitarimmunni um titilinn. 26. apríl 2018 22:36
Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. 26. apríl 2018 21:46
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 26-22 │ Fram Íslandsmeistari annað árið í röð Fram tryggði sér 22. Íslandsmeistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á Val í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís deildarinnar í handbolta í Safamýri í kvöld 26. apríl 2018 22:00