Pepsi-deildin fer af stað í kvöld eftir sjö mánaða undirbúningstímabil. Loksins, loksins segja margir en tveir leikir eru á dagskránni í kvöld.
Síðasta umferð Pepsi-deildarinnar á síðustu leiktíð var í lok september í fyrra og nú sjö mánuðum seinna fer boltinn að rúlla á ný.
Íslandsmeistarar Vals, sem er af mörgum spáð Íslandsmeistaratitlinum, fá KR í heimsókn og það er ljóst að það verður rosalegur Reykjavíkurslagur á Origo-vellinum í kvöld.
Í hinum leik kvöldsins mætast nýliðar Keflavíkur og Stjörnunnar í Garðabæ á nýteppalögðum Samsung-vellinum í Garðabæ.
Báðum leikjum kvöldsins verður að sjálfsögðu lýst í Boltavaktinni á Vísi en leikur Vals og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 19.30 með veglegri upphitun.
Sjö mánaða bið á enda
Anton Ingi Leifsson skrifar
