„Orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. apríl 2018 18:30 Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Kjöraðstæður eru á Íslandi fyrir rekstur gagnavera þar sem kalt loftslag ýtir niður kostnaði við kælingu netþjóna. Hins vegar er Ísland að tapa samkeppnisforskoti í gagnaversiðnaðinum. Formaður Samtaka gagnavera segir nær ómögulegt að fá raforku innanlands. Fram kemur í nýlegri skýrslu KPMG um gagnaversiðnaðinn á Íslandi að vöxtur þessarar atvinnugreinar hér á landi sé mjög einsleitur því hann sé að mestu keyrður áfram af rafmyntum. Þá sé samkeppnisforskot Íslendinga í þessari atvinnugrein laskað, meðal annars vegna raforkuverðs og skorts á afhendingaröryggi á raforkumarkaði. Í dag eru rekin þrjú stór alþjóðleg gagnaver hér á landi. Á Fitjum, á Ásbrú og í Hafnarfirði. Samtök iðnaðarins telja hins vegar að íslensk stjórnvöld skorti framtíðarsýn um gagnaversiðnaðinn og ef ekkert verði að gert muni Ísland dragast úr samkeppni og missa af tækifærum. Í raun eru kjöraðstæður til reksturs gagnavera á Íslandi því hægt er að nota vindkælingu til að kæla netþjóna og ofurtölvur gagnavera, sem lækkar rekstrarkostnað. Lágur orkunýtingarstuðull hefur skapað Íslendingum ákveðna sérstöðu. Helstu keppinautar Íslands eru ríki þar sem er kalt loftslag, framboð af raforku á sanngjörnu verði og aðlaðandi skattumhverfi. „Þessi upptalning á ágætlega við okkar helstu samkeppnisaðila í norðurhluta Svíþjóðar og norðurhluta Noregs. Þar hafa stjórnvöld lagt ríka áherslu á uppbyggingu innviða, jafnvel lagt gagnatengingar langt norður fyrir heimsskautsbaug og stillt upp ákveðnu hvatakerfi fyrir þennan iðnað til að laða til sín gagnaver á þau svæði þar sem ofgnótt er af raforku,“ segir Jóhann Þór Jónsson, formaður Samtaka gagnavera. Þrátt fyrir að ekkert annað ríki í heiminum framleiði meira rafmagn á hvern íbúa en Íslendingar stendur afhending á raforku vexti gagnaversiðnaðarins hér á landi fyrir þrifum. „Í dag er orðið mjög erfitt að fá raforku á Íslandi og jafnvel ómögulegt,“ segir Jóhann. Jóhann nefnir líka gagnatengingar en mikil þörf sé á lagningu nýs sæstrengs. Í dag eru tvær sæstrengir, Farice-1 og Cantat-3 en báðir eru þeir komnir nokkuð til ára sinna. Cantat-3 var lagður 1994 og Farice-1 tíu árum síðar. „Það eru uppi hugmyndir um að setja nýjan sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu. Þar geta íslensk stjórnvöld komið sterk inn en slíkur strengur myndi skapa gagnaversiðnaðinum á Íslandi aukin sóknarfæri,“ segir Jóhann.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira