Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 13:26 Schroepfer lofaði breskum þingmönnum að herða eftirlit með pólitískum auglýsingum. Vísir/AFP Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum. Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum.
Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28