Bandarískur fjárfestingasjóður fjárfestir í Heimavöllum fyrir 300 milljónir króna Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 11:01 Guðbrandur Sigurðsson,framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Íbúðaleigufélagið Heimavellir hefur lokið endurfjármögnun að andvirði þriggja milljarða króna við bandarískan fjárfestingarsjóð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en unnið hefur verið að heildarendurfjármögnun félagsins að undanförnu og er þetta sagt mikilvægt skref á þeirri vegferð. Ekki er gefið upp í tilkynningunni hver þessi bandaríski fjárfestingasjóður er en samkvæmt svörum frá þeim sem sendu tilkynningunni segja frekari upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. Greint var frá því í Fréttablaðinu í mars síðastliðnum að sjóðurinn væri í stýringu hjá bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þar kom fram að fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum. Eru þeir sagðir í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Fréttablaðið sagði frá því að Eaton Vance hefði einnig veitt Almenna leigufélaginu um fjögurra milljarða króna lán í byrjun árs og var það einnig gert fyrir milligöngu Fossa markaða. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn hefur jafnframt keypt hlutabréf í Heimavöllum fyrir um 300 milljónir króna en Heimavellir áforma að skrá félagið á markað. Í byrjun maí hefst almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu sem í kjölfarið verða tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Skráningarlýsing vegna hlutafjárútboðsins hefur þegar verið birt og þessa dagana fara fram kynningar með fjárfestum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir því trausti sem erlendir aðilar hafa á starfsemi Heimavalla og þeirri framtíðarsýn sem lögð hefur verið upp í aðdraganda að skráningu félagsins á Aðalmarkað Kauphallar Íslands. Það birtist meðal annars í því að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjármagna félagið yfir lengri tíma og koma samhliða inn sem hluthafar. Skráningarlýsingin liggur nú fyrir og er öllum aðgengileg fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer dagana 7. og 8. maí. Markmiðið er að Heimavellir, sem er stærsta leigufélag sinnar tegundar á Íslandi, sé í dreifðri eignaraðild og jafnframt góð viðbót í hóp skráðra félaga í Kauphöll Íslands sem gefi fjárfestum kost á frekari áhættudreifingu í eignasöfnum sínum,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimavalla, í tilkynningunni. Þar er einnig eftirfarandi haft eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Fossa markaða: „Fossar markaðir hafa að undanförnu með sérfræðiþekkingu sinni og öflugu tengslaneti haft milligöngu um aðkomu erlendra fjárfesta að íslensku viðskiptalífi. Aðkoma erlendra aðila að starfsemi Heimavalla, bæði með lánveitingu og fjárfestingu í félaginu, sýnir bæði þá trú sem þeir hafa á félaginu og eins efnahagslífinu hér á landi. Við teljum að fjölbreyttari hópur fjárfesta í íslensku atvinnulífi styðji við bakið á stjórnendum fyrirtækja, miðli mikilvægri reynslu og stuðli að dreifðari áhættu í efnahagslífinu.“ Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Íbúðaleigufélagið Heimavellir hefur lokið endurfjármögnun að andvirði þriggja milljarða króna við bandarískan fjárfestingarsjóð fyrir milligöngu Fossa markaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en unnið hefur verið að heildarendurfjármögnun félagsins að undanförnu og er þetta sagt mikilvægt skref á þeirri vegferð. Ekki er gefið upp í tilkynningunni hver þessi bandaríski fjárfestingasjóður er en samkvæmt svörum frá þeim sem sendu tilkynningunni segja frekari upplýsingar um sjóðinn bundnar trúnaði. Greint var frá því í Fréttablaðinu í mars síðastliðnum að sjóðurinn væri í stýringu hjá bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þar kom fram að fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum. Eru þeir sagðir í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Fréttablaðið sagði frá því að Eaton Vance hefði einnig veitt Almenna leigufélaginu um fjögurra milljarða króna lán í byrjun árs og var það einnig gert fyrir milligöngu Fossa markaða. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn hefur jafnframt keypt hlutabréf í Heimavöllum fyrir um 300 milljónir króna en Heimavellir áforma að skrá félagið á markað. Í byrjun maí hefst almennt útboð á nýju hlutafé í félaginu sem í kjölfarið verða tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Skráningarlýsing vegna hlutafjárútboðsins hefur þegar verið birt og þessa dagana fara fram kynningar með fjárfestum. „Það er mikilvægt fyrir okkur að finna fyrir því trausti sem erlendir aðilar hafa á starfsemi Heimavalla og þeirri framtíðarsýn sem lögð hefur verið upp í aðdraganda að skráningu félagsins á Aðalmarkað Kauphallar Íslands. Það birtist meðal annars í því að erlendir aðilar eru tilbúnir að fjármagna félagið yfir lengri tíma og koma samhliða inn sem hluthafar. Skráningarlýsingin liggur nú fyrir og er öllum aðgengileg fyrir hlutafjárútboðið sem fram fer dagana 7. og 8. maí. Markmiðið er að Heimavellir, sem er stærsta leigufélag sinnar tegundar á Íslandi, sé í dreifðri eignaraðild og jafnframt góð viðbót í hóp skráðra félaga í Kauphöll Íslands sem gefi fjárfestum kost á frekari áhættudreifingu í eignasöfnum sínum,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimavalla, í tilkynningunni. Þar er einnig eftirfarandi haft eftir Haraldi Þórðarsyni, forstjóra Fossa markaða: „Fossar markaðir hafa að undanförnu með sérfræðiþekkingu sinni og öflugu tengslaneti haft milligöngu um aðkomu erlendra fjárfesta að íslensku viðskiptalífi. Aðkoma erlendra aðila að starfsemi Heimavalla, bæði með lánveitingu og fjárfestingu í félaginu, sýnir bæði þá trú sem þeir hafa á félaginu og eins efnahagslífinu hér á landi. Við teljum að fjölbreyttari hópur fjárfesta í íslensku atvinnulífi styðji við bakið á stjórnendum fyrirtækja, miðli mikilvægri reynslu og stuðli að dreifðari áhættu í efnahagslífinu.“
Tengdar fréttir Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. 26. mars 2018 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11
Fengu hálfan milljarð í þóknun frá Heimavöllum Heimavellir GP fékk samtals greitt um 480 milljónir á árunum 2015 til 2017 vegna umsýslu eigna fyrir Heimavelli leigufélag. Samningnum var slitið í október. Þóknanagreiðslurnar jukust um meira en 70 prósent í fyrra og voru um 270 milljónir. 28. mars 2018 06:00