Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Hörður Ægisson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðbrandur Sigurðsson,framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11