Bandarískur sjóður fjárfestir í Heimavöllum Hörður Ægisson skrifar 26. mars 2018 06:00 Guðbrandur Sigurðsson,framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Leigufélagið Heimavellir er að ganga frá um þriggja milljarða króna lánasamningi við sjóð í stýringu bandaríska sjóðastýringarfyrirtækisins Eaton Vance Management. Þá mun sami sjóður einnig leggja félaginu til um 300 milljónir króna í nýtt hlutafé, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en fjárfestingin er gerð fyrir milligöngu Fossa markaða. Upplýst var um samkomulagið við Eaton Vance á hluthafafundi Heimavalla í síðustu viku. Heimavellir, sem er stærsta leigufélag landsins og var með tæplega 2.000 leiguíbúðir í rekstri í lok síðasta árs, stefnir að skráningu á aðalmarkað í Kauphöllinni í byrjun maí. Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, á miðvikudag að Heimavellir hefðu fyrir skömmu sagt upp samningi sínum við Kviku banka, sem átti að leiða söluferli á hlutum félagsins við skráningu á hlutabréfamarkað, og ráðið Landsbankann í staðinn. Leigufélagið hefur í hyggju að sækja sér nýtt hlutafé fyrir jafnvirði um 1.500 milljóna króna. Fjárfestingarsjóðir í stýringu Eaton Vance hafa mjög látið til sín taka á íslenskum hlutabréfamarkaði á undanförnum tveimur árum og eru í hópi stærstu hluthafa í mörgum skráðum félögum. Þá veitti sjóðastýringarfyrirtækið Almenna leigufélaginu, næststærsta leigufélagi landsins, í byrjun þessa árs um fjögurra milljarða króna lán, en sú fjárfesting var einnig fyrir milligöngu Fossa markaða. Í árslok 2017 nam virði fjárfestingareigna Heimavalla 53,6 milljörðum. Hagnaður leigufélagsins var um 2,7 milljarðar og jókst hann um 500 milljónir á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna, sem nam rúmlega 3,8 milljörðum á árinu 2017, litaði hins vegar mjög afkomu félagsins. Rekstrarhagnaður Heimavalla fyrir matsbreytingu eigna var þannig 1.622 milljónir króna í fyrra á sama tíma og fjármagnskostnaður félagsins var nærri 1.960 milljónir. Leigufélagið hefur því að undanförnu unnið mjög að því að reyna að endurfjármagna skuldirnar á hagstæðari lánakjörum. Samtals námu vaxtaberandi langtímaskuldir þess liðlega 32 milljörðum króna í lok síðasta árs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00 Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Skipta út Kviku banka og seinka skráningu Kvika átti að leiða söluferli Heimavalla við skráningu á markað. Leigufélagið hefur sagt upp samningnum og ráðið Landsbankann í staðinn. Nú er stefnt að skráningu í Kauphöll í byrjun maí. 21. mars 2018 06:00
Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Ætla að skrá félagið í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl. 12. febrúar 2018 23:11