„Það þarf að spila mótið, ræðst ekkert af spánni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. apríl 2018 16:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Valur ver Íslandsmeistaratitil sinn og Stjarnan heldur öðru sætinu samkvæmt spá sérfræðinganna. „Ég held það sé ekkert óeðlilegt að Val sé spáð 1. sæti. Þeir gera sér grein fyrir því að þeir fara inn í þetta mót til að vinna bæði deild og bikar. Það sem ég bíð spenntastur eftir með Val er eru þeir líka að stefna eins langt í Evrópukeppninni?“ spyr Þorvaldur Örlygsson, sérfræðingur þáttarins. „Stjörnumenn þurfa að hafa mikið fyrir því að keppa við Val í sumar ef þeir ætla sér einhverja stærri hluti en annað sætið. Þeir eru með lítið breytt lið, sama þjálfara og það er komin góð rútína á allt það sem þeir eru að gera,“ var sérfræðiálit Freys Alexanderssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Meisturum hefur yfirleitt verið spáð góðu gengi árið eftir, en það þarf að spila mótið, það ræðst ekkert í þessari spá, en við erum með fínt lið,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Ég held að deildin verði bara mjög fín. Það eru 5-6 lið sem eru mjög öflug og gera öll tilkall til þess að verða meistarar. Það er alltaf eitthvað óvænt en ég sé það ekki alveg.“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði spána vera eðlilega miðað við gengi liðsins. „Við erum búnir að vera í öðru sæti síðastliðin tvö ár, erum með mikinn stöðugleika í okkar leikmannahóp og liði, litlar breytingar sem er mjög gott.“ „Ég held þetta verði mjög jöfn deild, það er ekkert sjálfgefið í þessu. Deildin og liðin eru orðin virkilega sterk, vel þjálfuð og fá meiri upplýsingar um andstæðingana, meiri umgjörð um liðin en oft áður,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Val og Stjörnuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00 Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30 „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Blikar fara í Evrópubaráttu Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu FH og Breiðabliki í 3. og 4. sæti deildarinnar. 26. apríl 2018 12:00
Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 17:30
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. 25. apríl 2018 13:00
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45