Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð