Besta spá Fylkis: Aldrei rangur tími til að vinna fótboltaleik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:00 Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu Grindavík og Fylki í 7. og 8. sæti deildarinnar. „Grindvíkingarnir komu öllum á óvart á síðasta tímabili, spiluðu með mikilli stemmingu og voru með markahæsta leikmann Íslandsmótsins sem var algjörlega frábær. Í ár eru spurningamerki við það hver á að skora mörkin en við spáum þeim góðu gengi því liðið er vel skipulagt,“ sagði sérfræðingurinn Reynir Leósson. „Nýliðar í deildinni sem áttu gott ár í fyrra og gerðu vel í að komast upp. Áttunda sætið er ekkert óeðlilegt fyrir lið eins og Fylki, þetta er virkilega vinnusamt lið, dugnaðarlið og heiðarlegt lið,“ var sérfræðiálit Þorvalds Örlygssonar. Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá. „Ef að þetta yrði niðurstaðan yrðum við nokkuð sáttir með það,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur. „Þetta er þriðja árið mitt sem þjálfari og það hefur alltaf verið pælingin, hver á að skora mörkin? Núna reynum við að gera okkar sóknarleik aðeins fjölbreyttari og þá fæ ég vonandi fleiri markaskorara.“ Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, sagði þetta bestu útkomuna sem Fylkir hafði fengið úr spám fjölmiðla fyrir tímabilið. „Við tókum þá meðvituðu ákvörðun að treysta á mannskapinn sem gerði góða hluti í fyrra. Við treystum á þessa stráka og það hefur verið mikið ákall í íslenskum fótbolta að gefa íslensku strákunum tækifæri.“ „Ég er mjög sáttur við okkar árangur í vetur. Við höfum unnið fleiri leiki en tapað og unnið öll stærstu lið Íslands í vetur. Það er kannski klisjukennt að segja það en hver leikur skiptir máli. Það er aldrei rangur tími til þess að vinna fótboltaleiki,“ sagði Helgi Sigurðsson. Umfjöllun Pepsimarkanna um Grindavík og Fylki má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir „Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30 Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45 Mest lesið Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Gott að einhver hafi trú á okkur“ Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar 24. apríl 2018 22:30
Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni. 24. apríl 2018 16:45