„Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. apríl 2018 08:12 Formaður Afstöðu segir að núverandi kerfi sporni ekki við nægilega vel við endurkomu fanga. Vísir/E.Ól Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér. Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu - félags fanga á Íslandi, kallar eftir róttæktri betrunarstefnu í fangelsismálum á Íslandi. Hann vill skilvirkara fyrirkomulag og að Íslendingar hætti að kasta „milljörðum í kerfi sem engu skilar til baka til samfélagsins, heldur vindur bara upp á sig og kallar á meiri peninga úr vösum skattgreiðenda.“ Guðmundur ritar grein í Fréttablaðið í dag, sem ber yfirskriftina „Ég kosta 134.435.520 krónur.“ Titillinn er vísun í þann kostnað sem Guðmundur áætlar að hlotist hafi af áralangri fangelsisvist sinni. Á tíma sínum á bakvið lás og slá segist Guðmundur hafa áttað sig á því að víða sé pottur brotinn í íslenskum fangelsismálum. Stuðningur við fanga sé til að mynda af mjög skornum skammti. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.„Á þeim 18 árum sem liðin eru frá því ég steig fyrst inn í fangelsi, hef ég ekki enn fengið aðstoð fagfólks við gerð vistunar- og meðferðaráætlunar um hvernig ég geti hagað afplánuninni, fengið ráðgjöf um markmið með afplánuninni eða upplýsingar um meðferðarúrræði í boði og hvernig þjónustu ég geti fengið til að koma út í samfélagið sem betri maður,“ skrifar Guðmundur og bættir við að á öllum þessum árum hafi hann aðeins farið á fund sálfræðings sjö sinnum. Það sé þó meira en margur fangi hefur fengið að kynnast. Þeir fái litla sem enga faglega aðstoð við að breyta líferni sínu svo að þeir geti komið úr fangelsinu aftur sem breyttir og bættir menn. „Þetta er ástæða þess að meira en helmingur allra sem hafa verið í fangelsi, snúa þangað aftur. Og þannig fór fyrir mér,“ skrifar Guðmundur. „Fyrir mig var fangelsið glæpamannaskóli, þar sem eldri miðluðu reynslu til þeirra yngri. Af hverju leggjum við ekki miklu frekari áherslu á að aðstoða fanga til að feta nýja slóð?“ spyr Guðmundur. Hann leggur til að fjármunir sem renni til fangelsismála á Íslandi verði þess í stað nýttir til að bjóða upp á margvísleg úrræði: „kaupa íbúð sem væri mönnuð starfsmanni árið um kring, útvega sérkennslu, bjóða upp á meðferðarúrræði, starfsþjálfun og verknám, sem samt væri mun ódýrara en ég kostaði,“ segir Guðmundur og vísar þar til yfirskriftar greinarinnar. Hann segir að slík leið, sem hvílir á róttæktri betrunarstefnu, myndi fækka verulega endurkomum í fangelsi. Hann vill að fangar séu aðstoðaðir við að feta nýjar brautir; „Með möguleika til menntunar, og starfsþjálfunar. Það myndi kosta mun minna og það sem skiptir meira máli, fækka þolendum ofbeldis og glæpa til muna“Grein Guðmundur má nálgast með því að smella hér.
Fangelsismál Tengdar fréttir Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Ég kosta 134.435.520 krónur Ég hef setið í fangelsi í 14 ár frá aldamótum vegna tveggja dóma fyrir ofbeldislausa glæpi. 25. apríl 2018 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent