Beggi blindi gómaði þjóf: „Auðvitað kom blindi maðurinn auga á þetta“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 22:20 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, lét ekki plata sig í Vestmannaeyjum á dögunum. vísir/stefán Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið. Lögreglumál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur Sjá meira
Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið.
Lögreglumál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Fleiri fréttir Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur Sjá meira