Beggi blindi gómaði þjóf: „Auðvitað kom blindi maðurinn auga á þetta“ Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 24. apríl 2018 22:20 Bergvin Oddsson, fyrrverandi formaður Blindrafélagsins, lét ekki plata sig í Vestmannaeyjum á dögunum. vísir/stefán Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið. Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Bergvin Oddsson, oft kallaður Beggi blindi, gómaði þjóf á dögunum. Maðurinn hafði farið um hótel á Suðurlandi, gist þar og svo stungið af án þess að borga fyrir þjónustuna. Maðurinn ætlaði að leika sama leik á Aska hostel í Vestmannaeyjum þar sem Beggi vinnur. Beggi hafði hins vegar fengið ábendingu frá lögreglu nokkrum dögum áður um að hafa varann á gagnvart fyrrnefndum svikahrappi. Bergvin sagði stoltur frá atvikinu á Facebook síðu sinni í dag. Var að bíða eftir peningum frá systur sinni „Lögreglan hefur samband og hringir í okkur og gistihúsaeigendur á eyjunni fyrir svona 10 dögum síðan og þá annars vegar að spyrja hvort að það sé einhver pólskur maður með þessu nafni hjá okkur eða hafi verið hjá okkur. Sömuleiðis voru þeir að aðvara okkur að þessi maður labbi á milli gistiheimila og hótela og fari. Í gær kemur hann og það er annar maður sem tekur á móti honum og svo heyri ég í dag að það sé Pólverji í einu ákveðnu herbergi hjá okkur og ætli að vera í fimm daga og borga á morgun því hann væri að bíða eftir pening frá systur sinni og mér fannst þetta allt voða dularfullt. Svo ég bað manneskjuna sem tók á móti honum að spyrja um nafnið og þá stemmdi það. Ég hafði svo samband við lögregluna í eyjum og þeir flettu þessu upp og fengu það staðfest að þetta væri þessi maður sem þeir voru búnir að leita að. Þetta er ekki túristi eða neitt,“ segir Bergvin.Ráku manninn út Bergvin segir í samtali við Vísi að þau hafi verið að bíða eftir að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það gerðist ekki. „Af því að við vorum að bíða eftir því að lögreglan myndi koma og handtaka hann en það var ekki gert. Þannig að ég veit ekkert hvað löggan gerði í framhaldinu en við rákum hann út,“ segir Bergvin. Þegar falast var eftir upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum, könnuðust þau ekki við málið.
Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira