Sindri gæti orðið frjáls ferða sinna ef áframhaldandi gæsluvarðhald verður ekki samþykkt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2018 20:30 Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn. Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson sem strauk frá fangelsinu Sogni gæti orðið frjáls ferða sinna ef dómstólar í Hollandi samþykkja ekki áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Þetta segir lögmaður Sindra en Sindri var úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald í Amsterdam í dag. Sindri Þór var handtekinn á sunnudagskvöldið á bar í götunni Damrak, sem sem liggur á milli konungshallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam, eftir að hollensku lögreglunni barst ábending frá vegfaranda. Hann var úrskurðaður í sólarhrings gæsluvarðhald í dag. „Nú er staðan sú að dómari hefur frestað að taka ákvörðun um gæsluvarðhald úti, til að mér skilst klukkan ellefu á morgun, og á þeim tímapunkti verður hann beðinn um afstöðu bæði til gæsluvarðhaldsins og svo til framsalsins, þannig það er bara beðið eftir því,“ segir Þorgils Þorgilsson, lögmaður Sindra Þórs. Sindri strauk frá Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl og komst með flugi til Stokkhólms. Tveir aðrir voru með honum í för þegar hann var loks handtekinn í Amsterdam í fyrrakvöld. Aðspurður hvort hann viti hvaða leið Sindri fór frá Stokkhólmi til Amsterdam kveðst Þorgils ekki hafa neinar staðfestar upplýsingar um það. Spurður hverjir hafi verið með honum í för þegar hann var handtekinn, kýs hann ekki að tjá sig. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu verður farið fram á framsal í þessari viku. Ef Sindri samþykkir framsalið má ætla að hann komi aftur til landsins innan tíu daga. „Ef hann hinsvegar hafnar framsali þá fer af stað „diplómatískur prósess“ sem að tekur mun lengri tíma,“ segir Þorgils. Ef svo fer að dómari fallist ekki á áframhaldandi gæsluvarðhald í Hollandi verður Sindri frjáls ferða sinna að sögn Þorgils, en hugsanlega geti dómstólar þó úrskurðað hann í farbann. Væntanlega kemur því í ljós á morgun hvort Sindri verði úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald til viðbótar í Hollandi en gildandi gæsluvarðhaldsúrskurður yfir Sindra á Íslandi, rennur út klukkan fjögur á fimmtudaginn.
Tengdar fréttir Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30 Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41 Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35 Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49 Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Sindri handtekinn eftir ábendingu frá vegfaranda í Amsterdam Var í för með tveimur manneskjum. 24. apríl 2018 13:30
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Sindri handtekinn klukkan átta í gærkvöldi Strokufanginn Sindri Þór Stefánsson var handtekinn um klukkan átta að staðartíma í gærkvöldi í miðborg Amsterdam, eða klukkan sex að íslenskum tíma. 23. apríl 2018 11:41
Sindri Þór úrskurðaður í eins dags gæsluvarðhald Dómarinn tók sér frest í málinu til morguns. 24. apríl 2018 14:35
Óljóst hvenær Sindri verður framseldur til Íslands Þorgils Þorgilsson, lögmaður strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar, vonast til þess að hann komi til landsins eftir nokkra daga. 23. apríl 2018 09:49